Breytingar þurfa að vera til gagns Markaðshornið: Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Viðskiptaráð Íslands birti í byrjun vikunnar „skoðun“ þar sem varað er við því að skattbyrði fyrirtækja og heimila komi á næstu áratugum til með að þyngjast verulega verði umfang hins opinbera ekki tekið til endurskoðunar. Bent er á að opinberar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu séu hér tvisvar til þrisvar sinnum hærri en annars staðar á Norðurlöndum og aldursbreytingar á komandi áratugum eigi eftir að reynast Íslendingum þungur baggi. „Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins hafa fyrst og fremst falist í takmörkun nýrra fjárfestinga í stað hagræðingar í rekstri,“ segir þar. Gleymd virðast áköll fyrri ára um „báknið burt“. Viðskiptaráð bendir á að útgjöld hins opinbera vegna starfsemi sem ekki teljist til grunnhlutverka þess nema yfir 100 milljörðum króna á ári, eða um 15 prósentum af heildarútgjöldum ríkisins. Þá er mat ráðsins að stjórnvöld raski eðlilegri samkeppni á margvíslegum mörkuðum með ójafnri samkeppni og viðskiptahindrunum og að forgangsröðun verkefna sé nauðsynleg til þess að takast megi á við áskoranir í opinberum fjármálum. Ljóst má vera að seint verður sátt um hvaða leiðir skuli fara í þessum efnum, en skoðun Viðskiptaráðs er mikilvægt innlegg í þarfa umræðu um þessi mál. Pólitískan kjark þarf til að ganga gegn og brjóta upp áratuga hefðir í útgjöldum ríkisins. Könnun sem Viðskiptaráð lét gera bendir til þess að hið opinbera starfi á fleiri sviðum en almennur vilji standi til. „Stjórnvöld fjármagna þannig að hluta starfsemi Íbúðalánasjóðs, þjóðkirkjunnar og Íslandspósts þrátt fyrir að stuðningur við slíka fjármögnun sé takmarkaður,“ segir í skoðun ráðsins. Meiri almennur stuðningur er við að ríkið hafi ríku hlutverki að gegna við rekstur Landspítalans, lögregluembætta, Háskólans og Ríkisútvarpsins (þar sem bara sjö prósent telja að ríkið eigi engu hlutverki að gegna). Samkvæmt könnun Viðskiptaráðs telja 56 prósent að ríkið ætti ekki að koma að fjármögnun þjóðkirkjunnar, 61 prósent að ríkið ætti ekki að reka Íslandspóst og 71 prósent að ríkisfé eigi ekki að renna til Bændasamtakanna. Niðurstaða þessi er svo afgerandi að hún ætti í það minnsta að vera forsenda frekari skoðunar á vafstri ríkisins í samkeppnisrekstri. Þyngri rök þarf fyrir útgjöldunum en að hlutirnir hafi „alltaf“ verið svona. Líklega er víða hægt að ná fram hagræðingu með nýrri nálgun, að því gefnu að menn sjái fyrir sér að breytingarnar séu til hagsbóta fyrir allan fjöldann, eða í það minnsta þá sem þjónustuna nota. Hvaða skynsemi er til dæmis í því að reka tvo framhaldsskóla á svo til sömu torfunni í miðbæ Reykjavíkur? Af hverju er Kvennó og MR ekki slegið saman í einn skóla með tilheyrandi sparnaði á yfirstjórn og bættri aðstöðu fyrir bæði nemendur og kennara? Veigameiri rök þarf svo til að hið opinbera hætti afskiptum af áfengissölu, þar sem sátt hefur verið um stefnu í áfengisvörnum og ekki hefur verið sýnt fram á að þjónusta, eða verðlag verði hagstæðara eftir breytingu. Umræðan um hlutverk ríkisins er mikilvæg, en hún þarf að byggjast á rökum og skynsemi, ekki frjálshyggjutrúarsetningum eða íhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Viðskiptaráð Íslands birti í byrjun vikunnar „skoðun“ þar sem varað er við því að skattbyrði fyrirtækja og heimila komi á næstu áratugum til með að þyngjast verulega verði umfang hins opinbera ekki tekið til endurskoðunar. Bent er á að opinberar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu séu hér tvisvar til þrisvar sinnum hærri en annars staðar á Norðurlöndum og aldursbreytingar á komandi áratugum eigi eftir að reynast Íslendingum þungur baggi. „Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins hafa fyrst og fremst falist í takmörkun nýrra fjárfestinga í stað hagræðingar í rekstri,“ segir þar. Gleymd virðast áköll fyrri ára um „báknið burt“. Viðskiptaráð bendir á að útgjöld hins opinbera vegna starfsemi sem ekki teljist til grunnhlutverka þess nema yfir 100 milljörðum króna á ári, eða um 15 prósentum af heildarútgjöldum ríkisins. Þá er mat ráðsins að stjórnvöld raski eðlilegri samkeppni á margvíslegum mörkuðum með ójafnri samkeppni og viðskiptahindrunum og að forgangsröðun verkefna sé nauðsynleg til þess að takast megi á við áskoranir í opinberum fjármálum. Ljóst má vera að seint verður sátt um hvaða leiðir skuli fara í þessum efnum, en skoðun Viðskiptaráðs er mikilvægt innlegg í þarfa umræðu um þessi mál. Pólitískan kjark þarf til að ganga gegn og brjóta upp áratuga hefðir í útgjöldum ríkisins. Könnun sem Viðskiptaráð lét gera bendir til þess að hið opinbera starfi á fleiri sviðum en almennur vilji standi til. „Stjórnvöld fjármagna þannig að hluta starfsemi Íbúðalánasjóðs, þjóðkirkjunnar og Íslandspósts þrátt fyrir að stuðningur við slíka fjármögnun sé takmarkaður,“ segir í skoðun ráðsins. Meiri almennur stuðningur er við að ríkið hafi ríku hlutverki að gegna við rekstur Landspítalans, lögregluembætta, Háskólans og Ríkisútvarpsins (þar sem bara sjö prósent telja að ríkið eigi engu hlutverki að gegna). Samkvæmt könnun Viðskiptaráðs telja 56 prósent að ríkið ætti ekki að koma að fjármögnun þjóðkirkjunnar, 61 prósent að ríkið ætti ekki að reka Íslandspóst og 71 prósent að ríkisfé eigi ekki að renna til Bændasamtakanna. Niðurstaða þessi er svo afgerandi að hún ætti í það minnsta að vera forsenda frekari skoðunar á vafstri ríkisins í samkeppnisrekstri. Þyngri rök þarf fyrir útgjöldunum en að hlutirnir hafi „alltaf“ verið svona. Líklega er víða hægt að ná fram hagræðingu með nýrri nálgun, að því gefnu að menn sjái fyrir sér að breytingarnar séu til hagsbóta fyrir allan fjöldann, eða í það minnsta þá sem þjónustuna nota. Hvaða skynsemi er til dæmis í því að reka tvo framhaldsskóla á svo til sömu torfunni í miðbæ Reykjavíkur? Af hverju er Kvennó og MR ekki slegið saman í einn skóla með tilheyrandi sparnaði á yfirstjórn og bættri aðstöðu fyrir bæði nemendur og kennara? Veigameiri rök þarf svo til að hið opinbera hætti afskiptum af áfengissölu, þar sem sátt hefur verið um stefnu í áfengisvörnum og ekki hefur verið sýnt fram á að þjónusta, eða verðlag verði hagstæðara eftir breytingu. Umræðan um hlutverk ríkisins er mikilvæg, en hún þarf að byggjast á rökum og skynsemi, ekki frjálshyggjutrúarsetningum eða íhaldssemi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun