Munum það sem við kjósum að muna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2015 12:00 „Margt er hliðstætt í því hjá Írum og Íslendingum hvernig fornsögur, atburðir og tungumál hafa tengst sjálfsmynd þeirra,“ segir Gísli. Fréttablaðið/GVA Misjafnt er hvað minni fólks geymir, hvað hefur verið ritað og sagt og af hverjum. Það er útgangspunktur málþings í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag og á morgun og tengist bæði Írum og Íslendingum, ýmist með samanburði milli landanna eða á annan hátt. Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur er einn málshefjenda. „Minnisfræði eru vísindi sem hafa verið að þróast á undanförnum árum. Þau snúast um hvernig fólk man eftir fortíðinni, hvort sem það er eigin fortíð eða annarra. Það má tengja þetta Fésbókinni, þar búum við ævi okkar til með því hvernig við kjósum að muna eftir henni og segja öðrum frá henni. Það sama gera samfélagshópar. Ágætt er að nota þessi fræði og þessar hugmyndir þegar kemur að fornsögunum, til dæmis.“ Erindi Gísla í dag snýst um hvernig sagt er frá pöpunum í Landnámu og hvernig fólk var að breyta þeirri mynd og bæta við hana á 13. öld og taldi sig muna sína írsku fortíð. „Spurningin er hvort samfella sé í minningunum eða hvort fólk var að búa þær til. Það er erfitt að skera úr um það,“ segir hann. Gísli bendir á að minningar um sama atburð geti verið mismunandi eftir því hver segi frá. „Það þarf ekki að hugsa lengra en til hrunsins hér og ástandsins fyrir hrun. Hin opinbera umræða var á einn veg fyrir hrun og sú mynd sem dregin var upp kollsteyptist. Eftir á sögðu margir: „Já, ég var alltaf að segja þetta, það bara hlustaði enginn á mig þá.“ En allar okkar upplýsingar frá miðöldum eru komnar til okkar í gegnum örlitla klíku kringum fjölskyldu Snorra Sturlusonar. Ef okkar sýn á samtímann kæmi gegnum svo þröngan glugga þá gætum við ímyndað okkur hversu mikið væri að marka hana.“ Málþingið er samvinnuverkefni milli Íslendinga og Íra. „Það er margt hliðstætt í því hjá Írum og Íslendingum hvernig fornsögur, atburðir og tungumál hafa tengst sjálfsmynd þeirra. Írar eiga sögur og fornar hefðir eins og við sem mikið voru notaðar í þeirra sjálfstæðisbaráttu.“ Tekið skal fram að allir fyrirlestrarnir verða á ensku. Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Misjafnt er hvað minni fólks geymir, hvað hefur verið ritað og sagt og af hverjum. Það er útgangspunktur málþings í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag og á morgun og tengist bæði Írum og Íslendingum, ýmist með samanburði milli landanna eða á annan hátt. Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur er einn málshefjenda. „Minnisfræði eru vísindi sem hafa verið að þróast á undanförnum árum. Þau snúast um hvernig fólk man eftir fortíðinni, hvort sem það er eigin fortíð eða annarra. Það má tengja þetta Fésbókinni, þar búum við ævi okkar til með því hvernig við kjósum að muna eftir henni og segja öðrum frá henni. Það sama gera samfélagshópar. Ágætt er að nota þessi fræði og þessar hugmyndir þegar kemur að fornsögunum, til dæmis.“ Erindi Gísla í dag snýst um hvernig sagt er frá pöpunum í Landnámu og hvernig fólk var að breyta þeirri mynd og bæta við hana á 13. öld og taldi sig muna sína írsku fortíð. „Spurningin er hvort samfella sé í minningunum eða hvort fólk var að búa þær til. Það er erfitt að skera úr um það,“ segir hann. Gísli bendir á að minningar um sama atburð geti verið mismunandi eftir því hver segi frá. „Það þarf ekki að hugsa lengra en til hrunsins hér og ástandsins fyrir hrun. Hin opinbera umræða var á einn veg fyrir hrun og sú mynd sem dregin var upp kollsteyptist. Eftir á sögðu margir: „Já, ég var alltaf að segja þetta, það bara hlustaði enginn á mig þá.“ En allar okkar upplýsingar frá miðöldum eru komnar til okkar í gegnum örlitla klíku kringum fjölskyldu Snorra Sturlusonar. Ef okkar sýn á samtímann kæmi gegnum svo þröngan glugga þá gætum við ímyndað okkur hversu mikið væri að marka hana.“ Málþingið er samvinnuverkefni milli Íslendinga og Íra. „Það er margt hliðstætt í því hjá Írum og Íslendingum hvernig fornsögur, atburðir og tungumál hafa tengst sjálfsmynd þeirra. Írar eiga sögur og fornar hefðir eins og við sem mikið voru notaðar í þeirra sjálfstæðisbaráttu.“ Tekið skal fram að allir fyrirlestrarnir verða á ensku.
Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira