Haltu jurtunum lengur á lífi Rikka skrifar 13. mars 2015 14:30 Vökvaðu kryddjurtirnar þínar Vísir/Getty Ferskar kryddjurtir setja oft punktinn yfir i-ið í eldamennskunni, þær eru bæði bragðgóðar og fallegar sem skraut. Fyrir örfáum árum var varla að finna ferska kryddjurt í matvöruverslunum landsins en nú er boðið upp á þær daglega í flestum verslunum og þykir okkur á Lífinu það vera fagnaðarefni. Eini óskosturinn við að kaupa heila öskju af afskornum og ferskum kryddjurtum er að þær, sem og annað grænmeti og salat, verða slappar ansi fljótt. Við lumum aftur á móti á nokkrum ráðum fyrir þig sem lengja líftíma jurtanna. - Settu afskornar kryddjurtir í vatnsglas og tylltu glærum plastpoka yfir svo að lofti um jurtirnar, geymdu jurtirnar í ísskáp. Með því að setja plastpokann yfir þá myndast raki og mætti segja að með þessu þá sértu búinn að búa til lítið gróðurhús. - Rúllaðu afskornum kryddjurtum í eldhúspappír og pakkaðu þeim svo inn í glæran plastpoka. Þannig heldurðu jurtunum þurrum og ferskum lengur. - Saxaðu kryddjurtirnar niður og settu í ísmolabox. Fylltu það svo upp með vatni eða ólífuolíu eftir því í hvað þú ætlar að nota þær síðar meir. Ekki nota til dæmis ólífuolíu ef þú ætlar að nota ferska mintu í mojítóinn, þá er nú betra að nota vatnið eða jafnvel hrásykursblandað vatn. Frystu molana og notaðu þá þegar þér hentar. Garðyrkja Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun
Ferskar kryddjurtir setja oft punktinn yfir i-ið í eldamennskunni, þær eru bæði bragðgóðar og fallegar sem skraut. Fyrir örfáum árum var varla að finna ferska kryddjurt í matvöruverslunum landsins en nú er boðið upp á þær daglega í flestum verslunum og þykir okkur á Lífinu það vera fagnaðarefni. Eini óskosturinn við að kaupa heila öskju af afskornum og ferskum kryddjurtum er að þær, sem og annað grænmeti og salat, verða slappar ansi fljótt. Við lumum aftur á móti á nokkrum ráðum fyrir þig sem lengja líftíma jurtanna. - Settu afskornar kryddjurtir í vatnsglas og tylltu glærum plastpoka yfir svo að lofti um jurtirnar, geymdu jurtirnar í ísskáp. Með því að setja plastpokann yfir þá myndast raki og mætti segja að með þessu þá sértu búinn að búa til lítið gróðurhús. - Rúllaðu afskornum kryddjurtum í eldhúspappír og pakkaðu þeim svo inn í glæran plastpoka. Þannig heldurðu jurtunum þurrum og ferskum lengur. - Saxaðu kryddjurtirnar niður og settu í ísmolabox. Fylltu það svo upp með vatni eða ólífuolíu eftir því í hvað þú ætlar að nota þær síðar meir. Ekki nota til dæmis ólífuolíu ef þú ætlar að nota ferska mintu í mojítóinn, þá er nú betra að nota vatnið eða jafnvel hrásykursblandað vatn. Frystu molana og notaðu þá þegar þér hentar.
Garðyrkja Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun