Jan Voss – Með bakið að framtíðinni Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2015 11:00 Jan Voss við verk sitt Foam Book Library (Kvoðubókasafnið). Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Jans Voss, Með bakið að framtíðinni. Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi en flutti ungur að árum til Amsterdam þar sem hann er búsettur í dag. Ungum að árum gafst honum tækifæri til þess að koma til Íslands og það varð upphafið að 35 ára sambandi hans við landið þar sem hann dvelur nú alla jafna hluta úr hverju ári. „Ég er búinn að búa hérna hluta ársins í um þrjátíu og fimm ár svo þetta er orðið heilmikill hluti af mér. Ég ver miklum tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð og þar er mjög gott að vera og starfa. Að auki er ég með íslenska samstarfsaðila bæði heima í Amsterdam og svo auðvitað hér þannig að þessi bönd eru orðin sterk.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future, sem gefin verður út á ensku. En sem ungur listamaður fékkst Jan Voss við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína, þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur, og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar-bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.The Exhibitionist Titill þessa verks sem er bók sem samanstendur af auðum blaðsíðum.„Bókabúðin er vissulega ástríðuverkefni. Ég er ekki frá því að þetta sé eina búðin sinnar tegundar og er ákaflega stoltur af henni. Þarna er að finna um 7.000 titla þekktra sem óþekktra listamanna því við viljum að þarna sé breidd og að þarna gefist listamönnum líka tækifæri til þess að koma sínum verkum á framfæri.“ Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru. Aðspurður um stíl, straum og stefnur svarar hann að það sé helst stílleysi sem einkenni verk hans og hafi löngum gert. „Ég held að það lýsi því í rauninni best. Ég vinn á einhverjum stað sem er þarna einhvers staðar á milli heimspeki og sjálfsefa. Ég nýti ólíka tækni og ólíka miðla svo þetta verður allt talsvert tilraunakennt. Líklega er helst hægt að tala um breidd í þessu samhengi. Breið-tækni og breið-miðlun enda hef ég alla tíð verið ákaflega leitandi.“ Titill sýningarinnar Með bakið að framtíðinni bendir þó til þess að Jan Voss sé farinn að horfa yfir ferilinn. „Já vissulega. Maður er kominn á þann aldur að það er meira líf að baki en fram undan. Fyrir mér er þessi sýning vissulega ákveðið endurlit. Innsýn í viðhorf, hugmyndir og sögu liðinna daga. Í því tillit er þetta yfirlitssýning.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira