Ætlaði alltaf að verða búðarkona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2015 09:00 Snúran opnar í Síðumúla í dag og það er allt að verða tilbúið. Vísir/Pjetur „Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira