Lagt á borð fyrir máltíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2015 12:30 Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ segir Skúli Björn. Vísir/GVA „Hér er bara verið að leggja á borð fyrir máltíð,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður á Skriðuklaustri, þegar slegið er á þráðinn til hans upp úr hádegi á föstudag og á þar við uppsetningu sýningarinnar Síðasta kvöldmáltíðin sem opnuð verður í dag, laugardag, klukkan 14. Hann segir þó hvorki ósýrt brauð né oblátur á borðum heldur listviðburð. „Sýningin er frá Handverki og hönnun og þar eru átta leirlistakonur með muni, þær Elín Haraldsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl og Þuríður Ósk Smáradóttir,“ segir Skúli Björn og tekur fram að Sunneva Hafsteinsdóttir sé sýningarstjóri.Flík úr vörulínu Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar.Mynd/Íris StefánsdóttirÍ galleríi Klaustri sýnir svo Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður verkefni sitt STAND UP/ STAND OUT. Verkefnið var styrkt af Eggerti feldskera og valið til að taka þátt í REMIX 2015, alþjóðlegri fata- og feldhönnunarkeppni í Mílanó sem haldin er í samstarfi við Vogue Talents. Meginefniviður línunnar er íslenska selskinnið sem er notað í bland við ull, silki, hreindýraleður, rauðref og bísam. Skúli Björn getur þess að Elísabet sé af Héraðinu, nánar tiltekið frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.Sigrún Jóna Norðdahl vinnur verk fyrir Síðustu kvöldmáltíðina. Mynd/Íris StefánsdóttirSýningarnar standa til 12. apríl en opið verður á Skriðuklaustri milli klukkan 14 og 17 um helgina og líka og á skírdag, næsta laugardag og á annan í páskum. Alla þessa daga er kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi þar sem borð svigna undan kræsingum. Á föstudaginn langa verður þar hádegishlaðborð í kjölfar árlegrar helgigöngu frá Valþjófsstaðarkirkju sem hefst klukkan 11. „Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ lýsir Skúli Björn. „Á leiðinni er litið í passíusálmana og lesin vers úr þeim, svolítið misjafnlega mörg eftir veðri.“ Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Hér er bara verið að leggja á borð fyrir máltíð,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður á Skriðuklaustri, þegar slegið er á þráðinn til hans upp úr hádegi á föstudag og á þar við uppsetningu sýningarinnar Síðasta kvöldmáltíðin sem opnuð verður í dag, laugardag, klukkan 14. Hann segir þó hvorki ósýrt brauð né oblátur á borðum heldur listviðburð. „Sýningin er frá Handverki og hönnun og þar eru átta leirlistakonur með muni, þær Elín Haraldsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl og Þuríður Ósk Smáradóttir,“ segir Skúli Björn og tekur fram að Sunneva Hafsteinsdóttir sé sýningarstjóri.Flík úr vörulínu Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar.Mynd/Íris StefánsdóttirÍ galleríi Klaustri sýnir svo Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður verkefni sitt STAND UP/ STAND OUT. Verkefnið var styrkt af Eggerti feldskera og valið til að taka þátt í REMIX 2015, alþjóðlegri fata- og feldhönnunarkeppni í Mílanó sem haldin er í samstarfi við Vogue Talents. Meginefniviður línunnar er íslenska selskinnið sem er notað í bland við ull, silki, hreindýraleður, rauðref og bísam. Skúli Björn getur þess að Elísabet sé af Héraðinu, nánar tiltekið frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.Sigrún Jóna Norðdahl vinnur verk fyrir Síðustu kvöldmáltíðina. Mynd/Íris StefánsdóttirSýningarnar standa til 12. apríl en opið verður á Skriðuklaustri milli klukkan 14 og 17 um helgina og líka og á skírdag, næsta laugardag og á annan í páskum. Alla þessa daga er kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi þar sem borð svigna undan kræsingum. Á föstudaginn langa verður þar hádegishlaðborð í kjölfar árlegrar helgigöngu frá Valþjófsstaðarkirkju sem hefst klukkan 11. „Hér hefur skapast sú hefð að ganga frá kirkjunni hingað að Klaustri á föstudaginn langa,“ lýsir Skúli Björn. „Á leiðinni er litið í passíusálmana og lesin vers úr þeim, svolítið misjafnlega mörg eftir veðri.“
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira