Vindurinn og hatrið Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2015 12:30 Valgerður Benediktsdóttir frá Forlaginu sem tók við tilnefningu Þórarins Leifssonar, sem er búsettur í Berlín, ásamt Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem hlaut einnig tilnefningu og það fyrir sína fyrstu bók. Visir/GVA Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira