Satt eða ósatt? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. apríl 2015 07:00 Fréttablaðinu barst aðsend grein 10. júní 2014. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari skrifaði greinina í kjölfar umræðna um vanhæfi Sverris Ólafssonar, meðdómanda Guðjóns í svokölluðu Aurum-máli. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar fjárfestis, sem á dögunum var dæmdur til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Nokkru síðar barst Fréttablaðinu annað erindi. Guðjón hafði hætt við að birta greinina. Ólíkt því sem uppi var á teningnum í Al Thani-málinu, voru allir sakborningar í Aurum-málinu sýknaðir í héraði. Málið er nú til meðferðar í Hæstarétti. Í kjölfar héraðsdómsins myndaðist umræða um tengsl Sverris meðdómara og Ólafs bróður hans. Sérstakur saksóknari kom fram í fjölmiðlum og kvaðst koma af fjöllum. Hann hefði ekki vitað að Sverrir og Ólafur væru bræður, og gaf í skyn að þessi tengsl hefðu valdið vanhæfi Sverris við meðferð málsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að verjendur í Aurum-málinu fái ekki að leiða dómara málsins í héraði, þá Guðjón og Sverri, til skýrslutöku. Ástæða kröfu verjendanna er sú að ríkissaksóknari gerir þá kröfu fyrir Hæstarétti að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað, vegna meints vanhæfis Sverris Ólafssonar. Meðal málsgagna er tölvupóstur frá Guðjóni St. Marteinssyni og blaðagreinin umtalaða. Í tölvupóstinum segir að Guðjón hafi hætt við birtingu greinarinnar eftir að hafa rætt efni hennar við ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara. Ástæðan er að á þeim tíma sá hann ekki né reiknaði með að krafa ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti yrði ómerkingarkrafa. Í tölvupóstinum segir síðan: „Ég hefði hins vegar birt greinina hefði svo verið.“ Málið er merkilegt fyrir þær sakir að í tölvupósti Guðjóns til lögmanna málsins og í blaðagreininni er fullyrt að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi hringt í Guðjón daginn eftir að tilkynnt hafði verið um meðdómendur í málinu. Sérstakur saksóknari hafi sjálfur greint Guðjóni frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Kveðst dómarinn hafa gert saksóknara grein fyrir að þau skyggðu ekki á hæfi Sverris í málinu. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari hafi sagst ekki gera athugasemd við hæfi Sverris og það hafi hann ekki gert við meðferð málsins í héraði. Þetta hefur Sverrir Ólafsson staðfest. Guðjón St. Marteinsson segir sérstakan saksóknara því fara með rangt mál þegar hann neitar að hafa vitað af tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar þegar aðalmeðferð hófst í Aurum-málinu. Kunnugir segja það einsdæmi að dómari hafi haldið því fram opinberlega að saksóknari hafi logið um atriði er varðar meðferðina. Hæstiréttur hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu ástæður til að leiða frekar í ljós hver segi satt og hver ósatt. Varla getur það verið boðleg niðurstaða út frá sanngirnis- og réttaröryggissjónarmiðum? Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Fréttablaðinu barst aðsend grein 10. júní 2014. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari skrifaði greinina í kjölfar umræðna um vanhæfi Sverris Ólafssonar, meðdómanda Guðjóns í svokölluðu Aurum-máli. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar fjárfestis, sem á dögunum var dæmdur til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Nokkru síðar barst Fréttablaðinu annað erindi. Guðjón hafði hætt við að birta greinina. Ólíkt því sem uppi var á teningnum í Al Thani-málinu, voru allir sakborningar í Aurum-málinu sýknaðir í héraði. Málið er nú til meðferðar í Hæstarétti. Í kjölfar héraðsdómsins myndaðist umræða um tengsl Sverris meðdómara og Ólafs bróður hans. Sérstakur saksóknari kom fram í fjölmiðlum og kvaðst koma af fjöllum. Hann hefði ekki vitað að Sverrir og Ólafur væru bræður, og gaf í skyn að þessi tengsl hefðu valdið vanhæfi Sverris við meðferð málsins. Hæstiréttur hefur nú staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að verjendur í Aurum-málinu fái ekki að leiða dómara málsins í héraði, þá Guðjón og Sverri, til skýrslutöku. Ástæða kröfu verjendanna er sú að ríkissaksóknari gerir þá kröfu fyrir Hæstarétti að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað, vegna meints vanhæfis Sverris Ólafssonar. Meðal málsgagna er tölvupóstur frá Guðjóni St. Marteinssyni og blaðagreinin umtalaða. Í tölvupóstinum segir að Guðjón hafi hætt við birtingu greinarinnar eftir að hafa rætt efni hennar við ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara. Ástæðan er að á þeim tíma sá hann ekki né reiknaði með að krafa ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti yrði ómerkingarkrafa. Í tölvupóstinum segir síðan: „Ég hefði hins vegar birt greinina hefði svo verið.“ Málið er merkilegt fyrir þær sakir að í tölvupósti Guðjóns til lögmanna málsins og í blaðagreininni er fullyrt að Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafi hringt í Guðjón daginn eftir að tilkynnt hafði verið um meðdómendur í málinu. Sérstakur saksóknari hafi sjálfur greint Guðjóni frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Kveðst dómarinn hafa gert saksóknara grein fyrir að þau skyggðu ekki á hæfi Sverris í málinu. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari hafi sagst ekki gera athugasemd við hæfi Sverris og það hafi hann ekki gert við meðferð málsins í héraði. Þetta hefur Sverrir Ólafsson staðfest. Guðjón St. Marteinsson segir sérstakan saksóknara því fara með rangt mál þegar hann neitar að hafa vitað af tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar þegar aðalmeðferð hófst í Aurum-málinu. Kunnugir segja það einsdæmi að dómari hafi haldið því fram opinberlega að saksóknari hafi logið um atriði er varðar meðferðina. Hæstiréttur hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu ástæður til að leiða frekar í ljós hver segi satt og hver ósatt. Varla getur það verið boðleg niðurstaða út frá sanngirnis- og réttaröryggissjónarmiðum? Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssona. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun