Hvað ungur nemur gamall semur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2015 09:13 Það voru örugglega einhverjir foreldrar sem svitnuðu þegar barnið þeirra dró upp málsháttinn úr páskaegginu og vildi fá góða skýringu á skilaboðunum. En sem betur fer lifum við á tímum Google og því hægt að slá tvö högg með einni flugu – fræða um tungumálið og kenna börnunum góða íslenska lífsspeki. Ég heyrði ekki sérlega vel sem krakki og er enn í dag að átta mig á alls kyns misskilningi og orðarugli. En þótt víða sé panna brotin í íslenskukunnáttu minni má ekki gleyma að á mistökum þrífast börnin best. Þannig hefur misskilningur minn í gegnum árin eflt ímyndunarafl mitt og hæfileika til að finna raunhæf rök fyrir undarlegustu hlutum. Faðir vorið opnaði til dæmis súrrealískan ævintýraheim. Allt þetta mas um skuldir og naut gaf mér mína eigin tengingu við guð – sem ég bað af fullri einlægni á hverju kvöldi um að leiða ekki ost í frysti. Einnig fannst mér alveg eðlilegt að lögð væru niður störf á svokölluðum uppfinningadegi, erfiðisdrykkjur meikuðu fullkominn sens og ég söng hástöfum „It‘s a fire downtown“ á níunda áratugnum með eðalbandinu Europe. Enn í dag skil ég reyndar ekki hvað klaufalegt göngulag kemur málunum við í laginu Skólaball með Brimkló. „Ég missteig mig og til hennar gekk. Um axlir hennar greip og á hana féll.“ En það er ekki hundur í hættunni og í raun krúttlegt að börn misskilji málshætti. Það er pínlegra þegar fullorðið fólk rembist eins og rækja við staurinn að prýða tungutak sitt orðskrúði án þess að hafa á því nokkur tök. Og þar sem vítin eru til að verja þau lagði ég mig alla fram við málsháttakennsluna þessa páskana. Ef ég lenti í vandræðum bað ég einfaldlega þá sem eru mér fróðari að vera mér innan fóta, í stað þess að kenna börnunum einhverja vitleysu. Það er bara svo mikilvægt að hafa vaðið fyrir ofan sig þegar móðirin náði ekki tökum á tungumálinu fyrr en eftir djúpan disk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Það voru örugglega einhverjir foreldrar sem svitnuðu þegar barnið þeirra dró upp málsháttinn úr páskaegginu og vildi fá góða skýringu á skilaboðunum. En sem betur fer lifum við á tímum Google og því hægt að slá tvö högg með einni flugu – fræða um tungumálið og kenna börnunum góða íslenska lífsspeki. Ég heyrði ekki sérlega vel sem krakki og er enn í dag að átta mig á alls kyns misskilningi og orðarugli. En þótt víða sé panna brotin í íslenskukunnáttu minni má ekki gleyma að á mistökum þrífast börnin best. Þannig hefur misskilningur minn í gegnum árin eflt ímyndunarafl mitt og hæfileika til að finna raunhæf rök fyrir undarlegustu hlutum. Faðir vorið opnaði til dæmis súrrealískan ævintýraheim. Allt þetta mas um skuldir og naut gaf mér mína eigin tengingu við guð – sem ég bað af fullri einlægni á hverju kvöldi um að leiða ekki ost í frysti. Einnig fannst mér alveg eðlilegt að lögð væru niður störf á svokölluðum uppfinningadegi, erfiðisdrykkjur meikuðu fullkominn sens og ég söng hástöfum „It‘s a fire downtown“ á níunda áratugnum með eðalbandinu Europe. Enn í dag skil ég reyndar ekki hvað klaufalegt göngulag kemur málunum við í laginu Skólaball með Brimkló. „Ég missteig mig og til hennar gekk. Um axlir hennar greip og á hana féll.“ En það er ekki hundur í hættunni og í raun krúttlegt að börn misskilji málshætti. Það er pínlegra þegar fullorðið fólk rembist eins og rækja við staurinn að prýða tungutak sitt orðskrúði án þess að hafa á því nokkur tök. Og þar sem vítin eru til að verja þau lagði ég mig alla fram við málsháttakennsluna þessa páskana. Ef ég lenti í vandræðum bað ég einfaldlega þá sem eru mér fróðari að vera mér innan fóta, í stað þess að kenna börnunum einhverja vitleysu. Það er bara svo mikilvægt að hafa vaðið fyrir ofan sig þegar móðirin náði ekki tökum á tungumálinu fyrr en eftir djúpan disk!
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun