Stuttmyndin Heimanám í Cannes Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2015 09:15 Birnir Jón og Elmar eru að vonum ánægðir með að stuttmynd þeirra verði sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vísir/Stefán Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur." Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stuttmyndin Heimanám eftir þá Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson verður sýnd í sérstöku stuttmyndahorni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þann 13. til 24. maí næstkomandi. Birnir segir þá félagana hæstánægða og tíðindin hafa komið þeim talsvert á óvart. „Við fengum að vita þetta fyrir svona viku en maður trúði þessu eiginlega ekki og vildi ekki vera að segja frá strax og jinxa,“ segir hann glaður í bragði. Síðastliðinn mars vann Heimanám verðlaun sem besta stuttmyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí og kom boðskort til Cannes í kjölfarið. „Þetta er rosalega góður stökkpallur einmitt til þess að komast inn á aðrar hátíðir eða gera mynd í fullri lengd,“ segir Birnir hress. Þeir hafa ekki ákveðið næsta verkefni en hafa ýmsar hugmyndir og standa nú í ströngu við það að senda Heimanám inn á aðrar kvikmyndahátíðir. „Þetta er svo skrítið af því að þetta er fyrsta stuttmyndin sem við gerum. Það er alveg klikkað að ná svona langtímamarkmiði strax,“ segir hann hress og bætir við: „Ég held að hjá öllum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki sé Cannes svona „ultimate“ tindur."
Tengdar fréttir Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson framleiddu stuttmynd í starfi sínu hjá skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. 19. mars 2015 08:30