Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2015 00:01 Saga Matthildur stóð sig frábærlega á laugardaginn og hún var efst í símakosningu. Vísir/Pjetur Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það var ekki leiðinlegt fyrir Sögu Matthildi Árnadóttur að mæta í skólann á mánudagsmorguninn eftir frábæran árangur í söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn. Hún sigraði í símakosningunni en dómararnir skipuðu hana í þriðja sæti . „Ég fékk mjög mörg faðmlög og forseti nemendafélagsins bað mig um að syngja lagið í hádeginu sem ég gerði auðvitað,“ segir Saga. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu langt hún komst og hún hafi verið mjög ánægð með sigurlagið hjá Karólínu í MR. „Hún er svo ótrúlega flott, valdi lagið vel og fílaði sig greinilega mjög vel á sviðinu,“ segir Saga. Fyrir atriðið á laugardaginn greindi Saga frá því að hún hafi lengi glímt við félagskvíða og þetta hafi verið eitthvað sem hún hafi þurft að gera fyrir sjálfa sig til þess að líða betur. „Ég ákvað að horfast í augu við kvíðann og þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er mjög glöð að hafa gert þetta,“ segir hún. „Ég sagði engum að ég hefði skráð mig í keppnina nema mömmu minni og vinkonu minni sem er í öðrum skóla. Hinar vinkonur mínar komust ekki að þessu fyrr en bara sama dag og forkeppnin í FG fór fram.“ Saga Matthildur spilaði á gítar á meðan hún söng lagið Lay Me Down með Sam Smith á laugardaginn. Hún hefur æft á gítar í þrjú ár og er dugleg að æfa sig heima og prófa sig áfram. Undirbúningurinn fyrir keppnina var strangur en um tveimur vikum fyrir keppnina var vinnuhelgi þar sem allir þátttakendur hittust og voru þjálfaðir í framkomu og fleira. „Það kom mér á óvart hvað það voru ótrúlega margir hæfileikaríkir og skemmtilegir krakkar þarna. Við fórum í viðtöl og myndatökur sem var mjög gaman,“ segir Saga.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“