List í lifandi ferli Magnús Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 12:00 Listakonan Anna Rún vinnur mikið með lífræn efni og lifandi ferli í verkum sínum. Visir/Valli Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós." Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona sýnir um þessar mundir í Listasafni ASÍ. Sýning Önnu Rúnar kallast Innbyrðis og samanstendur af bæði rýmisverkum og teikningum. Anna Rún vinnur um þessar mundir í Borgarleikhúsinu þar sem hún hannar búninga og leikmynd í verkinu Peggy Pickit. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu svona til hliðar við myndlistina en leikhúsið er krefjandi heimur og myndlistin er og verður mitt aðalstarf.“ Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar á Íslandi en hún lauk meistaranámi frá Concordia-háskólanum í Montreal á síðasta ári. Hún segir að tíminn í Montreal hafi gefið henni mikið og að fara þangað hafi verið góð ákvörðun. „Ég lærði fyrst hérna heima og hef svo einnig verið mikið í Evrópu, þar á meðal búið í Berlín um tíma. Mig langaði í einhverja nýja og öðruvísi upplifun og þegar ég frétti af þessu námi í Montreal þá fannst mér það vera málið. Það var eiginlega innsæið sem leiddi mig þangað og ég sé ekki eftir því. Við fjölskyldan vorum í frönskumælandi hluta Kanada og þar er mjög lifandi evrópskur menningararfur. Borgin og menningin eru í raun undarleg blanda af Evrópu og Norður-Ameríku og það er gaman að vera hluti af svona lifandi menningarsamfélagi.“Vatnið. Eitt af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis.Anna Rún segir að verkin sem hún sýni núna komi í raun í framhaldi af því sem hún hafi verið að vinna að á undanförnum árum, ásamt nýjum þráðum í bland. „Þetta er svona fimm ára stúdíóþróun á því hvernig ég get notað efni og umhverfi í innsetningum í lifandi ferli. Ég er t.d. með rýmisverk þar sem blek sem drýpur á flöt sem er þakinn salti. Verkið í heild leitar að innra jafnvægi sem opinberast í gegnum ferlið. Ég vinn mikið með lífræn efni og hef í raun alltaf heillast mikið af þeim. Þau hreyfa við mér líkamlega og þess vegna nota ég líka náttúrulega ferla. Ég nota þessa ferla líka í þeim verkum sem kalla má varanlegri eins og þeim vatnslitamyndum sem eru á sýningunni. Mitt er að stilla efnum upp í ákveðnar aðstæður, þar sem ég nýti til að mynda þyngdarlögmálið mikið. Síðan tekur ferlið við og ég kem í raun ekki aftur að viðkomandi mynd fyrr en hún er orðin þurr og tilbúin. Innsetningarnar aftur á móti eru verk sem hafa í raun engan endapunkt. Það sem stendur eftir að sýningunni lokinni er í raun fyrst og fremst heimild og hvort það verður eitthvað annað verður tíminn að leiða í ljós."
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira