Rihanna keypti samfestinginn sjálf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:00 Mynd/Vísir Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira