Að lifa með en ekki af náttúrunni Magnús Guðmundsson skrifar 21. apríl 2015 13:30 Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet eru höfundar Black Marrow sem verður sýnt á Listahátíðinni í Reykjavík í vor. Visir/Ernir Á Listahátíðinni í Reykjavík í vor verður boðið upp á einstaklega spennandi danskvöld í Borgarleikhúsinu. BLÆÐI er sýning þar sem þrjú stór nöfn í dansheiminum leiða saman hesta sína í þremur sjálfstæðum sýningum. Damien Jalet er eini danshöfundurinn sem tengir saman öll þrjú verkin. Fyrst skal telja tvö brot úr hinu geysivinsæla Babel (words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui. Þá Les Méduses eftir Damien Jalet, sem er ásækið verk fyrir kventríó og var upprunalega samið fyrir Louvre-listasafnið í París. Dagskránni lýkur svo með verkinu Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur.Ýtum hvort öðru áfram Leið Ernu og Damiens lágu einmitt fyrst saman þegar þau dönsuðu saman í sýningunni Foi eftir Sidi Larbi sem þau túruðu svo með um heiminn fyrir um tíu árum og segir Damien að þau hafi strax fundið að það ætti vel við þau að vinna saman. „Við fundum á fyrsta degi að það hentaði okkur vel að vinna saman. Við höfum svipaða sýn á hlutina að mörgu leyti en erum svo líka gjörólík að öðru leyti. En við virðumst deila einhverjum sameiginlegum grunni,“ segir Damien og heldur áfram: „Málið er að ég geri aðra hluti þegar ég vinn með Ernu en þegar ég vinn einn. Þetta er ekki spurning um einhvers konar samtal heldur eru þetta tengsl og svo ýtum við hvort öðru áfram.“ Erna tekur undir þetta og segir að þau séu nú stundum farin að minna á gömul hjón. „En svo er líka mikilvægt í svona samstarfi að kunna að stíga til hliðar og leyfa hinum aðilanum að vinna. Koma sínum hugmyndum að. Þetta er spurning um traust og það er til staðar hjá okkur.“Verk sem taka breytingum „Á sínum tíma þá gerðum við Transaquania Out of the Blue í Bláa lóninu fyrir Íslenska dansflokkinn,“ segir Erna og leggur áherslu að þetta tengist því sem komi í framhaldinu. „Þar unnum við með vatnið og lónið, bjuggum til okkar eigin ímynduðu goðsögn um lónið sem táknaði upphaf lífsins. Sama ár var okkur svo boðið að vinna í Ástralíu og þar unnum við með hinn pólinn sem talaðist á við Transaquania. Það verk er Black Marrow.“ „Black Marrow er upprunalega samið fyrir Chunky Move, einn helsta nútímadansflokk Ástralíu, og var frumflutt á listahátíðinni í Melbourne í október 2009. Verkið sækir vissulega innblástur í frumbyggja Ástralíu en er á sama tíma eins konar samtíma ritúal. Það tekst á við tengsl okkar við jörðina, samspil náttúru og siðmenningar og upphaf hlutanna og möguleg endalok.“ „Í framhaldinu gerðum við verk hér heima sem heitir Into Thin Air og byggir á Transaquania svona eftir að það er komið upp úr vatninu. Það sem sagt þróaðist á sinn hátt. Eins er Black Marrow samið fyrir Ástralíu en útgáfan sem við vinnum hér er búin að taka ákveðnum breytingum og er nú samin með og fyrir Íslenska dansflokkinn.“Efnið er olía „Ef við rekum nál í gegnum jörðina á Íslandi,“ segir Damien og brosir, „þá kemur hún að endingu upp í Ástralíu. Það er svona dæmi um hvernig við tengjum þetta líka í heild. Ástralía er heit og þurr. Ísland blautt og kalt. Tvær eyjar í hafinu sín hvorum megin á hnettinum.Við vinnum líka mikið með efni jarðarinnar. Vatn sem lífgjafa og upphaf og olíuna sem er þarna líka. Afsprengi lífs og órjúfanlegur hluti af jörðinni. Við skoðum líka hvernig olían, eða öllu heldur nýting okkar á henni, hefur farið með jörðina. Við skoðum hvernig frumbyggjar Ástralíu lifa með náttúrunni en ekki af henni.“Þarfir og langanir Damien segir að þegar þau hafi farið að skoða frumbyggja Ástralíu í samhengi við nútímasamfélagið hafi verið sláandi hversu háður nútíminn er jarðefnaeldsneyti. „Iðnvæðingin hefur breytt okkur og mótað. Fært okkur fjær upprunanum. Frumbyggjarnir heila jörðina, lifa með henni í sátt en við sjúgum úr henni allt líf. Við erum í leit að jafnvægi en er það of seint?“ Erna bætir við að þau séu líka að skoða hversu háð við erum lífsstíl okkar í dag. „Hvaðan kemur allt sem við nýtum? Við erum að breyta náttúrunni á óafturkræfan hátt. Ástæðan er kannski ekki síst sú að einhvers staðar á leiðinni hafi þetta hætt að snúast um þarfir hjá okkur og farið að snúast um langanir.“Leitin sem skiptir máli Damien og Erna segja verkið hafa þróast í nýja og spennandi átt núna í æfingaferlinu á Íslandi þar sem þau eru að vinna verkið upp á nýtt með dönsurum Íslenska dansflokksins. „Nú erum við að vinna með öðru fólki,“ segir Damien, „og það er ekki hægt að troða þessu áfram. Verkið þarf að fá að þróast og vera í samhljómi við þá sem eru að takast á við það hverju sinni.“ Erna áréttar að Black Marrow sé í rauninni ljóðrænna en það er pólitískt þar sem líkamarnir fá að tala frekar en orðin. „Þannig að það er í raun í mörgum lögum. Í verkinu er að finna fegurð og ljótleika og það er í senn einfalt og flókið. Málið er að við erum í leit að sannleika án þess að komast að niðurstöðu en það er leitin sem skiptir máli. Öll sköpun breytir manni og þroskar. Því getur verið erfitt að koma aftur að verki en þá er líka gott að hafa einhvern óbreytanlegan fasta eins og við höfum núna í tónlistinni. Ben Frost frumsamdi tónlistina og var með okkur á æfingaferlinu í Melbourne og tónlistin er það eina sem mun haldast alveg óbreytt.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á Listahátíðinni í Reykjavík í vor verður boðið upp á einstaklega spennandi danskvöld í Borgarleikhúsinu. BLÆÐI er sýning þar sem þrjú stór nöfn í dansheiminum leiða saman hesta sína í þremur sjálfstæðum sýningum. Damien Jalet er eini danshöfundurinn sem tengir saman öll þrjú verkin. Fyrst skal telja tvö brot úr hinu geysivinsæla Babel (words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui. Þá Les Méduses eftir Damien Jalet, sem er ásækið verk fyrir kventríó og var upprunalega samið fyrir Louvre-listasafnið í París. Dagskránni lýkur svo með verkinu Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur.Ýtum hvort öðru áfram Leið Ernu og Damiens lágu einmitt fyrst saman þegar þau dönsuðu saman í sýningunni Foi eftir Sidi Larbi sem þau túruðu svo með um heiminn fyrir um tíu árum og segir Damien að þau hafi strax fundið að það ætti vel við þau að vinna saman. „Við fundum á fyrsta degi að það hentaði okkur vel að vinna saman. Við höfum svipaða sýn á hlutina að mörgu leyti en erum svo líka gjörólík að öðru leyti. En við virðumst deila einhverjum sameiginlegum grunni,“ segir Damien og heldur áfram: „Málið er að ég geri aðra hluti þegar ég vinn með Ernu en þegar ég vinn einn. Þetta er ekki spurning um einhvers konar samtal heldur eru þetta tengsl og svo ýtum við hvort öðru áfram.“ Erna tekur undir þetta og segir að þau séu nú stundum farin að minna á gömul hjón. „En svo er líka mikilvægt í svona samstarfi að kunna að stíga til hliðar og leyfa hinum aðilanum að vinna. Koma sínum hugmyndum að. Þetta er spurning um traust og það er til staðar hjá okkur.“Verk sem taka breytingum „Á sínum tíma þá gerðum við Transaquania Out of the Blue í Bláa lóninu fyrir Íslenska dansflokkinn,“ segir Erna og leggur áherslu að þetta tengist því sem komi í framhaldinu. „Þar unnum við með vatnið og lónið, bjuggum til okkar eigin ímynduðu goðsögn um lónið sem táknaði upphaf lífsins. Sama ár var okkur svo boðið að vinna í Ástralíu og þar unnum við með hinn pólinn sem talaðist á við Transaquania. Það verk er Black Marrow.“ „Black Marrow er upprunalega samið fyrir Chunky Move, einn helsta nútímadansflokk Ástralíu, og var frumflutt á listahátíðinni í Melbourne í október 2009. Verkið sækir vissulega innblástur í frumbyggja Ástralíu en er á sama tíma eins konar samtíma ritúal. Það tekst á við tengsl okkar við jörðina, samspil náttúru og siðmenningar og upphaf hlutanna og möguleg endalok.“ „Í framhaldinu gerðum við verk hér heima sem heitir Into Thin Air og byggir á Transaquania svona eftir að það er komið upp úr vatninu. Það sem sagt þróaðist á sinn hátt. Eins er Black Marrow samið fyrir Ástralíu en útgáfan sem við vinnum hér er búin að taka ákveðnum breytingum og er nú samin með og fyrir Íslenska dansflokkinn.“Efnið er olía „Ef við rekum nál í gegnum jörðina á Íslandi,“ segir Damien og brosir, „þá kemur hún að endingu upp í Ástralíu. Það er svona dæmi um hvernig við tengjum þetta líka í heild. Ástralía er heit og þurr. Ísland blautt og kalt. Tvær eyjar í hafinu sín hvorum megin á hnettinum.Við vinnum líka mikið með efni jarðarinnar. Vatn sem lífgjafa og upphaf og olíuna sem er þarna líka. Afsprengi lífs og órjúfanlegur hluti af jörðinni. Við skoðum líka hvernig olían, eða öllu heldur nýting okkar á henni, hefur farið með jörðina. Við skoðum hvernig frumbyggjar Ástralíu lifa með náttúrunni en ekki af henni.“Þarfir og langanir Damien segir að þegar þau hafi farið að skoða frumbyggja Ástralíu í samhengi við nútímasamfélagið hafi verið sláandi hversu háður nútíminn er jarðefnaeldsneyti. „Iðnvæðingin hefur breytt okkur og mótað. Fært okkur fjær upprunanum. Frumbyggjarnir heila jörðina, lifa með henni í sátt en við sjúgum úr henni allt líf. Við erum í leit að jafnvægi en er það of seint?“ Erna bætir við að þau séu líka að skoða hversu háð við erum lífsstíl okkar í dag. „Hvaðan kemur allt sem við nýtum? Við erum að breyta náttúrunni á óafturkræfan hátt. Ástæðan er kannski ekki síst sú að einhvers staðar á leiðinni hafi þetta hætt að snúast um þarfir hjá okkur og farið að snúast um langanir.“Leitin sem skiptir máli Damien og Erna segja verkið hafa þróast í nýja og spennandi átt núna í æfingaferlinu á Íslandi þar sem þau eru að vinna verkið upp á nýtt með dönsurum Íslenska dansflokksins. „Nú erum við að vinna með öðru fólki,“ segir Damien, „og það er ekki hægt að troða þessu áfram. Verkið þarf að fá að þróast og vera í samhljómi við þá sem eru að takast á við það hverju sinni.“ Erna áréttar að Black Marrow sé í rauninni ljóðrænna en það er pólitískt þar sem líkamarnir fá að tala frekar en orðin. „Þannig að það er í raun í mörgum lögum. Í verkinu er að finna fegurð og ljótleika og það er í senn einfalt og flókið. Málið er að við erum í leit að sannleika án þess að komast að niðurstöðu en það er leitin sem skiptir máli. Öll sköpun breytir manni og þroskar. Því getur verið erfitt að koma aftur að verki en þá er líka gott að hafa einhvern óbreytanlegan fasta eins og við höfum núna í tónlistinni. Ben Frost frumsamdi tónlistina og var með okkur á æfingaferlinu í Melbourne og tónlistin er það eina sem mun haldast alveg óbreytt.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira