Innlent

Frumkvöðlar á sviði stjórnmála

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ráðherra segir að nýta eigi tímamótin til framfara.
Ráðherra segir að nýta eigi tímamótin til framfara. Mynd/Velferðarráðuneytið
Fimmtán konur fengu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs síðasta vetrardag. Verðlaunin voru veitt í tilefni af hundrað ára afmæli kosningarétts kvenna.

Konurnar eiga sammerkt að hafa verið brautryðjendur á sviði stjórnmála. Þær hafa gegnt ýmsum embættum á borð við forseta Alþingis og ráðherraembætti og formennsku í þingflokkum.

Þá voru þær Ingibjörg H. Bjarnason og Auður Auðuns heiðraðar. Ingibjörg var fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi árið 1922 og Auður varð fyrst kvenna borgarstjóri 1959-1970 og fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn 1970-1971.

„Kosningaréttur kvenna og kjörgengi þeirra til jafns við karla var einn mikilvægasti þáttur lýðræðisþróunar hér á landi því í þessum réttindum felst grunnur fulltrúalýðræðisins, þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif,“ sagði Eygló Harðardóttir velferðarráðherra við afhendinguna.

„Enn hallar á konur á opinberum vettvangi og við eigum að nýta tímamótin til framfara á sviði jafnréttismála og til að rifja upp og skrá sögu baráttunnar fyrir auknum borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum kvenna,“ sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×