Fall – það er gott orð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 13:00 "Þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að verða læknir,“ segir Hlynur Níels. Vísir/Ernir „Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég hef þetta skriftarbrölt mitt frá pabba en hann náði því miður ekki að lesa fyrstu bókina mína,“ segir Hlynur Níels Grímsson læknir, sem er að undirbúa útför föður síns þegar ég slæ á þráðinn að forvitnast um bókina hans Krabbaveisluna. Þótt bókin sé frumraun hans í útgáfu kveðst hann ekki muna eftir sér öðruvísi en með sögur í kollinum. „Margir segja að þeir fæðist með tilhneigingu til að skrifa og ég hlýt að vera í þeim hópi, ég veit það hljómar eins og klisja,“ segir hann og telur alger forréttindi að fá að gefa út, því hann hafi skrifað fyrir skúffuna í tuttugu ár. Hlynur Níels hefur líka verið læknir í tuttugu ár og er í 80% stöðu sem krabbameinslæknir á Landspítalanum. „Ég útskrifaðist úr læknadeildinni 1993, síðan var ég eitt ár í Bandaríkjunum í mastersnámi í ensku og enskum bókmenntum.“ Er það ekki dálítið spes ferill hjá lækni? verður blaðamanni að orði. „Jú, það er verulegt hliðarspor,“ svarar hann hlæjandi. „En þegar ég var að klára læknanámið var ég bara ekkert sannfærður um að mig langaði að vera læknir. Þannig að ég sótti um í ríkisháskólanum í New York og komst inn, þar varð ég að manni.“ Hann kveðst hafa mismikinn tíma og misgóðar aðstæður til að skrifa. „En hugmyndirnar eru þarna og þurfa sinn farveg – ég veit þetta er líka eins og klisja.“ Krabbaveislan gerist á spítala. „Það var auðveldast fyrir mig, fyrst ég gat látið það sem ég ætlaði að segja gerast þar,“ viðurkennir Hlynur Níels. „Þá þurfti ég ekki að byrja á núllpunkti.“ Án þess að vilja taka spennuna frá væntanlegum lesendum spyr ég aðeins út í efnið. „Aðalsöguhetjan er læknir, veikur læknir. Maður sem er búinn að skáka sjálfum sér út í horn, það er ljóst í upphafi bókarinnar,“ upplýsir höfundurinn. „Svo gerast atburðir á spítalanum og líka úti í þjóðfélaginu, bókin er um það hvernig spilast úr þeim. Ég vann mikið erlendis á árunum kringum hrunið og kollegarnir spurðu: „Hvernig gat þetta gerst á Íslandi? Þið eruð svo flott þjóð.“ Ég átti í erfiðleikum með að svara þessu og lá uppi í sófa eitt kvöldið að velta þessu fyrir mér. Það var upp úr því sem bókin fæddist.“ Þannig að fólk verður að lesa hana til að komast að því af hverju hrunið varð? „Ég held að ég hafi nú ekki svarið með stóru S. En þetta er kannski ein útgáfan – mín útgáfa. Bókin er annars vegar um persónulegt fall manns og hins vegar fall heils þjóðfélags. Fall – það er gott orð.“Úr bókinni Krabbaveislan:Þarna er hún komin hugsaði ég með mér þar sem hún lá alklædd á rúminu sínu með stórum útskornum róðukrossi yfir höfðagaflinum og lokkarnir sveifluðust til og frá yfir andliti hins ljósa mans. Á náttborðið sitt hafði hún á úthugsaðan hátt dreift bókum þannig að ég komst bara ekki hjá því að verða imponeraður enda titlar eins og „God, Sex and Women“ og „The Church of the She“, undirtitill „God, The Woman“, eins og gerðir fyrir slíkt og slíkir titlar ERU trúlega gerðir fyrir slíkt ýkt sýkt en reyndar verð ég að viðurkenna að það sem imponeraði langmest þessa nótt voru brjóstin á henni sem líka hafði verið komið fyrir á úthugsaðan hátt í push-up haldara og V-flegnum velflegnum svörtum bol þannig að andstæður hvítrar húðarinnar og svarts silkis mættust í djúpu og fyrir mig ókleifu gili en upp skal á Kjöl klífa og allt það er jú hamrað inn í sanna Íslendinga allt frá barnæsku en þeir eru margir kilirnir í þessu lífi og ekki allir þannig að maður komist upp enda enn mun þó reimt á Kili og svo framvegis.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira