Leikkonan Reese Witherspoon sagði í viðtali á dögunum að hún útilokaði ekki feril í stjórnmálum.
Witherspoon sagði að hún vildi berjast fyrir jafnrétti kynjanna og til þess að sjá breytingar verða að veruleika þyrfti að láta þær gerast.
Leikkonan hefur leikið í fjölmörgum bíómyndum á síðustu árum en flestir muna sjálfsagt fyrst eftir henni í hlutverki Elle Woods í Legally Blonde.
Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í febrúar síðastliðnum fyrir hlutverk sitt í myndinni Wild en laut í lægra haldi fyrir Julianne Moore. Witherspoon hlaut þó Óskarsverðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni Walk the Line árið 2006 þar sem hún fór með hlutverk June Carter.
Nýjasta mynd Witherspoon er Hot Pursuit þar sem hún leikur á móti Sofiu Vergara.
Reese Witherspoon í stjórnmálin
Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
