Fylgdu sterkasta syni Íslands til Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Foreldrar Hafþórs eru að vonum stolt af syninum sem þau hafa ferðast víða með. Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn. Sterkasti maður heims Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn.
Sterkasti maður heims Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira