Frumflutt á Vísi: Lag af fyrstu plötu Bigga í átta ár Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2015 08:00 Birgir Örn gefur út sína fyrstu plötu í átta ár. Vísir/Vilhelm Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt! Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt!
Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira