Sexí leikreglur í sól sigga dögg skrifar 12. maí 2015 11:00 Vísir/Getty Með hækkandi sól glaðvaknar kynlöngun og berir kroppar (þó þeir séu með gæsahúð sökum norðanáttar) minna óneitanlega á að í sól er hægt að liggja á teppi og sóla sig í sleik. Tan og sleikur eru góð blanda. Þó skal ganga varlega um gleðinnar dyr og þá er ég ekki að tala um í tengslum við herpes í munnvikum eða klamydíu í hálsi (þótt vissulega sé betra að vanda valið þegar kemur að því að detta í sleik) heldur eru það kynlífsmýturnar um hvað sé sexí að gera í sól. Tökum algengt dæmi um að kela undir heiðskírum himni og jafnvel reyna samfarir við lim. Hér á landi er stinningskuldi sem getur lætt óþægilegum hrolli eftir líkamanum og frekar en að hvetja til stinningar, dregið úr henni. Það er ekkert sexí að vera með beran bossann úti í norðanáttinni því hitastig þarf að vera meira en bara huglægt þegar kynlíf utandyra er reynt. Því er betra að bíða með allar slíkar athafnir þangað til að vindstigum fer fækkandi og hitastigið hækkandi.Vatnsheldur sleikur Annað sem tengja má við sumar og sól og sex er að kela í vatni. Hvort sem það er í heita sumarbústaðarpottinum, útisturtunni, náttúrulauginni úti í móa, Bláa lóninu, Landmannalaugum, Seljavallalaug, lækjarsprænunni eða ylpottinum í Nauthólsvík þá finn ég mig knúna til að vara píkur landsins við slíkri örvun því vatn þurrkar upp píkuna. Eins oft og mikið og Hollywood hefur reynt að selja okkur að það sé sexí að gamna sér í vatni þá nær það ekki lengra en góður sleikur. Því er mælt með að geyma kynferðislega örvun kynfæra þar til í tjaldið eða bílinn er komið. Það er reyndar annað. Ekki særa blygðunarkennd viðstaddra. Það finnst ekki öllum gaman að sjá þig hamast við að fá, eða gefa, fullnægingu. Því er best að sýna tillitssemi (og virða hegningarlögin) og geyma öll slík einlæg ástaratlot fyrir afvikinn stað. Mjög afvikinn eins og lokað tjald eða hjólhýsi. Það stefnir í metmætingu útlendinga svo þeir munu vera úti um allt, það er, held ég, ekkert sem heitir prívatgjóta lengur svo taktu bara tjaldið með þér. Og að lokum, ekki henda smokknum á næstu lóu sem þú sérð. Smokkar eru úr gúmmíi og eru í langan tíma að eyðast úti í náttúrunni og þeir drepa saklaus dýr sem gæða sér á þeim. Og eitt alveg að lokum, notaðu sólarvörn á líkamann, ekki kynfærin!, því gott kelerí getur nú tekið ágætan tíma og vissara að varast bruna. Svo er bara að njóta og eiga góðar stundir saman. Gleðilegt kelerí! Heilsa Tengdar fréttir Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Með hækkandi sól glaðvaknar kynlöngun og berir kroppar (þó þeir séu með gæsahúð sökum norðanáttar) minna óneitanlega á að í sól er hægt að liggja á teppi og sóla sig í sleik. Tan og sleikur eru góð blanda. Þó skal ganga varlega um gleðinnar dyr og þá er ég ekki að tala um í tengslum við herpes í munnvikum eða klamydíu í hálsi (þótt vissulega sé betra að vanda valið þegar kemur að því að detta í sleik) heldur eru það kynlífsmýturnar um hvað sé sexí að gera í sól. Tökum algengt dæmi um að kela undir heiðskírum himni og jafnvel reyna samfarir við lim. Hér á landi er stinningskuldi sem getur lætt óþægilegum hrolli eftir líkamanum og frekar en að hvetja til stinningar, dregið úr henni. Það er ekkert sexí að vera með beran bossann úti í norðanáttinni því hitastig þarf að vera meira en bara huglægt þegar kynlíf utandyra er reynt. Því er betra að bíða með allar slíkar athafnir þangað til að vindstigum fer fækkandi og hitastigið hækkandi.Vatnsheldur sleikur Annað sem tengja má við sumar og sól og sex er að kela í vatni. Hvort sem það er í heita sumarbústaðarpottinum, útisturtunni, náttúrulauginni úti í móa, Bláa lóninu, Landmannalaugum, Seljavallalaug, lækjarsprænunni eða ylpottinum í Nauthólsvík þá finn ég mig knúna til að vara píkur landsins við slíkri örvun því vatn þurrkar upp píkuna. Eins oft og mikið og Hollywood hefur reynt að selja okkur að það sé sexí að gamna sér í vatni þá nær það ekki lengra en góður sleikur. Því er mælt með að geyma kynferðislega örvun kynfæra þar til í tjaldið eða bílinn er komið. Það er reyndar annað. Ekki særa blygðunarkennd viðstaddra. Það finnst ekki öllum gaman að sjá þig hamast við að fá, eða gefa, fullnægingu. Því er best að sýna tillitssemi (og virða hegningarlögin) og geyma öll slík einlæg ástaratlot fyrir afvikinn stað. Mjög afvikinn eins og lokað tjald eða hjólhýsi. Það stefnir í metmætingu útlendinga svo þeir munu vera úti um allt, það er, held ég, ekkert sem heitir prívatgjóta lengur svo taktu bara tjaldið með þér. Og að lokum, ekki henda smokknum á næstu lóu sem þú sérð. Smokkar eru úr gúmmíi og eru í langan tíma að eyðast úti í náttúrunni og þeir drepa saklaus dýr sem gæða sér á þeim. Og eitt alveg að lokum, notaðu sólarvörn á líkamann, ekki kynfærin!, því gott kelerí getur nú tekið ágætan tíma og vissara að varast bruna. Svo er bara að njóta og eiga góðar stundir saman. Gleðilegt kelerí!
Heilsa Tengdar fréttir Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00