Tilviljanir sem ekki er hægt að leika eftir með stafrænu prenti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2015 10:00 Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson vilja koma upp hreyfanlegu prentverkstæði. Vísir/Ernir „Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira