Tekur upp plötu með glænýjum lögum gunnar leó pálsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Hér er Helgi í hljóðverinu ásamt félögum. mynd/Helgi Björnsson „Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira