Reka barnaheimili í Nepal í kjölfar mótorhjólaferðar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2015 09:00 Einar er einn stofnenda Íslands-Nepals og hvetur hann alla sem geta til þess að mæta á tónleikana. Vísir/Pjetur Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira