Alþjóðlegur dagur menningarfjölbreytni Guðrún Ansnes skrifar 21. maí 2015 12:00 Kristín vonast til að sjá sem flesta, á öllum aldri, í Grófinni í dag. Vísir/GVA Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin. Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin.
Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira