Þetta verða vonandi góðir tónleikar Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 00:00 Kristinn Sigmundsson syngur á tónleikum á sunnudagskvöldið og hann nýtur þess að vinna mikið. Fréttablaðið/GVA Og þökk sé morgunbjartri svipstund, er yfirskrift tónleika þar sem flutt verða ný íslensk verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Á tónleikunum syngur Kristinn Sigmundsson óperusöngvari verk tónskáldanna við undirleik Elísabetar Waage hörpuleikara og Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara ásamt strengjasveit undir stjórn Einars Jóhannessonar. Einnig leikur Páll Eyjólfsson á gítar bæði einleiksverk og annað verk ásamt Laufeyju.Skemmtilegar andstæður Kristinn segir að í raun eigi þessir tónleikar sér langan aðdraganda en að hann hafi fyrst kynnst John Speight þegar hann söng í óperunni Sígaunabaróninum í Gamla bíói en það var aðeins önnur uppfærsla Íslensku óperunnar. „Þá vissi ég fullvel að John er fantagóður söngvari en hafði litla hugmynd um að hann er líka gott tónskáld en tónsmíðarnar hafa verið hans aðall á síðustu árum. En ég komst svo að því hversu gott tónskáld hann er þegar hann samdi þessi ljómandi fallegu lög við ljóð Þorsteins frá Hamri. Ég varð strax ákaflega hrifinn af þessum tónsmíðum og ljóð Þorsteins eru alveg einstaklega falleg. Löngu seinna tók John sig svo til og útsetti þessa tónlist sem hann kallar Cantus IV fyrir strengi og hörpu og það er það sem við erum að fara að frumflytja á sunnudagskvöldið. En það er vissulega fleira spennandi á dagskrá tónleikanna og það er skemmtilega ólíkt því sem ég hef áður nefnt. Ég kem nefnilega einnig til með að frumflytja tónsmíð eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem kallast KOK og er unnið upp úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur. Þetta er kraftmikið og flott verk sem er í skemmtilegum kontrast við tónsmíðar Johns og ljóð Þorsteins. John Speight hefur svo einnig samið þrjú lög við ljóð Goethes, Söngva hörpuleikarans, en þar syng ég við undirleik hörpu eingöngu og það í sjálfri Hörpu.“Mikil vinna Kristinn bendir á að upphaflega hafi þessir tónleikar átt að vera heiðurstónleikar fyrir John Speight sjötugan en svo hafi þetta tekið upp á því að stækka. „Mér finnst samt að ég hafi nú verið hafður helst til mikið í forgrunni kynningarefnis tónleikanna. En ég er engu að síður ánægður með hvernig tónleikarnir eru saman settir. Það kemur svo skemmtilegur kontrast á milli verka Johns og Þórunnar Grétu sem ég held að fólk eigi eftir að hafa gaman af. Þannig að ég held að þetta verði góðir tónleikar, er reyndar ekki vanur að lofa slíku því maður veit aldrei hvernig fer en þetta leggst vel í mig. Það má líka segja að þessi samsetning falli vel að því að ég hef alltaf reynt að hafa mikla breidd í tónlistinni enda gaman að fást við ólíka hluti. Þetta hefur fyrir vikið verið tímafrek og erfið vinna en vonandi verður uppskeran í samræmi við það.“Kristinn og Elísabet Waage hörpuleikari voru við æfingar í vikunni. Fréttablaðið/GVALofar sumarfríi En Kristinn er ekki kominn í sumarfrí eftir þessa tónleika því aðra helgi hefur hann sett stefnuna norður yfir heiðar á næstu tónleika. „Þetta er óðs manns æði, ég er að fara að syngja í öðru sjötugsafmæli. Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld er nefnilega líka sjötugur á þessu ári og hann er búinn að gera tónlist við ljóð eftir Böðvar Guðmundsson um alla mánuði ársins. Böðvar lýsir mánuðunum sérdeilis fallega og Jón Hlöðver hefur samið við ljóðin afskaplega fína músík. En eftir þessa tónleika er ég búinn að lofa fjölskyldunni því að fara í sumarfrí. Það er búið að vera mikið að gera en í byrjun árs var ég að syngja hjá óperunni í LA í einum þremur uppfærslum og svo er líka nóg fram undan því ég verð í Don Carlo í Hamborg í haust. En það er sannkallað sálarmeðal að fá að vera í þessu. Enda hef ég alltaf viljað hafa nóg að gera. Ég man til að mynda eftir því að þegar ég var á samningi hjá óperunni í Wiesbaden á sínum tíma þá fannst mér vera helst til rólegt hjá mér. Við það stressaðist ég allur upp, fannst alltaf að ég hlyti að eiga að vera einhvers staðar eða að gera eitthvað svo ég stormaði á fund óperustjórans og bað hann um fleiri verkefni. Hann hafði verið lengi í þessum bransa, blessaður, og horfi á mig á dágóða stund áður en hann sagði mér að hann hefði nú aldrei fengið þessa beiðni áður frá samningsbundnum söngvara. En þetta er nú það sem maður nýtur þess að gera og vinnan heldur manni í formi.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Og þökk sé morgunbjartri svipstund, er yfirskrift tónleika þar sem flutt verða ný íslensk verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Á tónleikunum syngur Kristinn Sigmundsson óperusöngvari verk tónskáldanna við undirleik Elísabetar Waage hörpuleikara og Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara ásamt strengjasveit undir stjórn Einars Jóhannessonar. Einnig leikur Páll Eyjólfsson á gítar bæði einleiksverk og annað verk ásamt Laufeyju.Skemmtilegar andstæður Kristinn segir að í raun eigi þessir tónleikar sér langan aðdraganda en að hann hafi fyrst kynnst John Speight þegar hann söng í óperunni Sígaunabaróninum í Gamla bíói en það var aðeins önnur uppfærsla Íslensku óperunnar. „Þá vissi ég fullvel að John er fantagóður söngvari en hafði litla hugmynd um að hann er líka gott tónskáld en tónsmíðarnar hafa verið hans aðall á síðustu árum. En ég komst svo að því hversu gott tónskáld hann er þegar hann samdi þessi ljómandi fallegu lög við ljóð Þorsteins frá Hamri. Ég varð strax ákaflega hrifinn af þessum tónsmíðum og ljóð Þorsteins eru alveg einstaklega falleg. Löngu seinna tók John sig svo til og útsetti þessa tónlist sem hann kallar Cantus IV fyrir strengi og hörpu og það er það sem við erum að fara að frumflytja á sunnudagskvöldið. En það er vissulega fleira spennandi á dagskrá tónleikanna og það er skemmtilega ólíkt því sem ég hef áður nefnt. Ég kem nefnilega einnig til með að frumflytja tónsmíð eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem kallast KOK og er unnið upp úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur. Þetta er kraftmikið og flott verk sem er í skemmtilegum kontrast við tónsmíðar Johns og ljóð Þorsteins. John Speight hefur svo einnig samið þrjú lög við ljóð Goethes, Söngva hörpuleikarans, en þar syng ég við undirleik hörpu eingöngu og það í sjálfri Hörpu.“Mikil vinna Kristinn bendir á að upphaflega hafi þessir tónleikar átt að vera heiðurstónleikar fyrir John Speight sjötugan en svo hafi þetta tekið upp á því að stækka. „Mér finnst samt að ég hafi nú verið hafður helst til mikið í forgrunni kynningarefnis tónleikanna. En ég er engu að síður ánægður með hvernig tónleikarnir eru saman settir. Það kemur svo skemmtilegur kontrast á milli verka Johns og Þórunnar Grétu sem ég held að fólk eigi eftir að hafa gaman af. Þannig að ég held að þetta verði góðir tónleikar, er reyndar ekki vanur að lofa slíku því maður veit aldrei hvernig fer en þetta leggst vel í mig. Það má líka segja að þessi samsetning falli vel að því að ég hef alltaf reynt að hafa mikla breidd í tónlistinni enda gaman að fást við ólíka hluti. Þetta hefur fyrir vikið verið tímafrek og erfið vinna en vonandi verður uppskeran í samræmi við það.“Kristinn og Elísabet Waage hörpuleikari voru við æfingar í vikunni. Fréttablaðið/GVALofar sumarfríi En Kristinn er ekki kominn í sumarfrí eftir þessa tónleika því aðra helgi hefur hann sett stefnuna norður yfir heiðar á næstu tónleika. „Þetta er óðs manns æði, ég er að fara að syngja í öðru sjötugsafmæli. Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld er nefnilega líka sjötugur á þessu ári og hann er búinn að gera tónlist við ljóð eftir Böðvar Guðmundsson um alla mánuði ársins. Böðvar lýsir mánuðunum sérdeilis fallega og Jón Hlöðver hefur samið við ljóðin afskaplega fína músík. En eftir þessa tónleika er ég búinn að lofa fjölskyldunni því að fara í sumarfrí. Það er búið að vera mikið að gera en í byrjun árs var ég að syngja hjá óperunni í LA í einum þremur uppfærslum og svo er líka nóg fram undan því ég verð í Don Carlo í Hamborg í haust. En það er sannkallað sálarmeðal að fá að vera í þessu. Enda hef ég alltaf viljað hafa nóg að gera. Ég man til að mynda eftir því að þegar ég var á samningi hjá óperunni í Wiesbaden á sínum tíma þá fannst mér vera helst til rólegt hjá mér. Við það stressaðist ég allur upp, fannst alltaf að ég hlyti að eiga að vera einhvers staðar eða að gera eitthvað svo ég stormaði á fund óperustjórans og bað hann um fleiri verkefni. Hann hafði verið lengi í þessum bransa, blessaður, og horfi á mig á dágóða stund áður en hann sagði mér að hann hefði nú aldrei fengið þessa beiðni áður frá samningsbundnum söngvara. En þetta er nú það sem maður nýtur þess að gera og vinnan heldur manni í formi.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira