Semur eiginlega of mikið af tónlist 28. maí 2015 10:00 Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fagnar nýútkominni plötu sinni í Austurbæ annað kvöld ásamt hljómsveit. Hann er bókaður á fjórar stórar tónlistarhátíðir í Þýskalandi á árinu og tónleikaferð um Evrópu. vísir/vilhelm „Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að stíga á svið,“ segir tónlistarmaðurinn Máni Orrason en hann fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu annað kvöld með útgáfutónleikum í Austurbæ. Máni, sem er einungis sautján ára gamall, hefur samið tónlist frá því hann var tólf gamall og á nú þegar efni sem gæti fyllt nokkrar plötur í viðbót. „Ég var í hljómsveit þegar ég var yngri en þegar ég var tólf ára gamall flutti ég aftur til Spánar, þá byrjaði ég að semja meira og þróa mína tónlist af alvöru. Ég sem rosalega mikið af tónlist og eiginlega bara allt of mikið. Ég verð bara að skapa til að létta á mér,“ segir Máni léttur í lundu. Hann flutti til Íslands níu ára gamall en svo aftur til Spánar. Máni er fæddur í Reykjavík og ólst upp á heimili þar sem mikið var um tónlist. „Þegar ég var tveggja ára gamall flutti ég með fjölskyldunni minni til Spánar og hef búið þar mestan hluta ævi minnar,“ segir Máni spurður út í æskuna. Á uppvaxtarárum sínum var Máni fljótur að grípa hvert hljóðfæri sem hann komst yfir, og fljótlega var það ljóst að hann bjó yfir einstakri næmni og tónlistarhæfileikum. Á fyrstu plötunni hans, Repeating Patterns, endurspeglast fjölbreytileiki Mána sem lagahöfundar og hljómlistarmanns. Máni skaust fram á sjónarsviðið síðasta haust þegar hann gaf út lagið Fed All My Days, sem fór í fyrsta sæti á vinsældarlista Rásar 2 og naut gríðarlegra vinsælda í útvarpi.Máni OrrasonHann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna 2015 í flokkunum nýliði ársins 2014 og tónlistarmyndband ársins. Máni var einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 í flokknum bjartasta vonin. „Ég er bara rosa heppinn því ég vissi snemma hvað ég vildi gera og síðan þá hefur þetta verið mikil ástríða hjá mér,“ segir Máni um sköpunarkraftinn. Máni er komin með hljómsveit á bak við sig sem mun koma fram með honum á tónleikunum á morgun en sveitin hefur æft af kappi fyrir tónleikana. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Platan var bara sköpuð áður en hún var spiluð live, þannig að lögin hafa þróast eftir að við byrjuðum að æfa. Það er komið nýtt sound á þetta og það hefur gengið vel að skapa nýtt efni,“ útskýrir Máni. Mikið er fram undan hjá Mána en hann kemur fram ásamt hljómsveitinni sinni á Secret Solstice-hátíðinni í júní og í haust verður haldið af stað í tónleikaferð um Evrópu. Máni mun meðal annars koma fram á fjórum stórum tónlistarhátíðum í Þýskalandi á þessu ári. „Ég er bara rosa spenntur og get ekki beðið eftir því að fara spila meira í sumar.“ Það er tónlistarmaðurinn Axel Flóvent sem hitar upp á tónleikunum en húsið opnar kl. 20.00. Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að stíga á svið,“ segir tónlistarmaðurinn Máni Orrason en hann fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu annað kvöld með útgáfutónleikum í Austurbæ. Máni, sem er einungis sautján ára gamall, hefur samið tónlist frá því hann var tólf gamall og á nú þegar efni sem gæti fyllt nokkrar plötur í viðbót. „Ég var í hljómsveit þegar ég var yngri en þegar ég var tólf ára gamall flutti ég aftur til Spánar, þá byrjaði ég að semja meira og þróa mína tónlist af alvöru. Ég sem rosalega mikið af tónlist og eiginlega bara allt of mikið. Ég verð bara að skapa til að létta á mér,“ segir Máni léttur í lundu. Hann flutti til Íslands níu ára gamall en svo aftur til Spánar. Máni er fæddur í Reykjavík og ólst upp á heimili þar sem mikið var um tónlist. „Þegar ég var tveggja ára gamall flutti ég með fjölskyldunni minni til Spánar og hef búið þar mestan hluta ævi minnar,“ segir Máni spurður út í æskuna. Á uppvaxtarárum sínum var Máni fljótur að grípa hvert hljóðfæri sem hann komst yfir, og fljótlega var það ljóst að hann bjó yfir einstakri næmni og tónlistarhæfileikum. Á fyrstu plötunni hans, Repeating Patterns, endurspeglast fjölbreytileiki Mána sem lagahöfundar og hljómlistarmanns. Máni skaust fram á sjónarsviðið síðasta haust þegar hann gaf út lagið Fed All My Days, sem fór í fyrsta sæti á vinsældarlista Rásar 2 og naut gríðarlegra vinsælda í útvarpi.Máni OrrasonHann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna 2015 í flokkunum nýliði ársins 2014 og tónlistarmyndband ársins. Máni var einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 í flokknum bjartasta vonin. „Ég er bara rosa heppinn því ég vissi snemma hvað ég vildi gera og síðan þá hefur þetta verið mikil ástríða hjá mér,“ segir Máni um sköpunarkraftinn. Máni er komin með hljómsveit á bak við sig sem mun koma fram með honum á tónleikunum á morgun en sveitin hefur æft af kappi fyrir tónleikana. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Platan var bara sköpuð áður en hún var spiluð live, þannig að lögin hafa þróast eftir að við byrjuðum að æfa. Það er komið nýtt sound á þetta og það hefur gengið vel að skapa nýtt efni,“ útskýrir Máni. Mikið er fram undan hjá Mána en hann kemur fram ásamt hljómsveitinni sinni á Secret Solstice-hátíðinni í júní og í haust verður haldið af stað í tónleikaferð um Evrópu. Máni mun meðal annars koma fram á fjórum stórum tónlistarhátíðum í Þýskalandi á þessu ári. „Ég er bara rosa spenntur og get ekki beðið eftir því að fara spila meira í sumar.“ Það er tónlistarmaðurinn Axel Flóvent sem hitar upp á tónleikunum en húsið opnar kl. 20.00.
Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið