Íslensk kjötsúpa Jón Gnarr skrifar 30. maí 2015 07:00 Þjóðerniskenndin virðist nú vera í mikilli uppsveiflu á Íslandi. Menn tjá sig mikið um hina svokölluðu þjóðmenningu og vitna í söguna. Þetta er sérstaklega áberandi í pólitískri umræðu. Það er svo skrítið að umræðan snýst sjaldnast um það sem mér sjálfum finnst íslenskast af öllu; skáldagáfuna sjálfa og hina listrænu tjáningu. Það er ekki nógu áþreifanlegt. Íslensk þjóðmenning virðist að mestu leyti snúast um feitlagna menn sem sögðu eitthvað einu sinni, unnar kjötvörur og einhverja sérkennilega tegund af stærilæti. Öllu eðlilegu er snúið á hvolf og það er ekki vatnið sem holar steininn heldur steinninn sem holar vatnið og það með hvellu skvampi. Viðkvæmni er aumingjaskapur og skáld eru liðleskjur sem ættu að hætta að skrifa sína gagnslausu vitleysu en fá sér frekar vinnu, helst í kjötvinnslu. Frekja og yfirgangur er talin dyggð. Blíða og kurteisi óþarfi. Af hverju að standa og bíða í röð eins og einhver hálfviti þegar maður getur svo auðveldlega troðið sér fram fyrir?Víkingar Því er oft haldið fram að forfeður okkar hafi verið miklir víkingar. Það er ekki alveg rétt. Þótt nokkrir víkingar hafi slæðst hingað þá voru ungir bændasynir, þrælar og lúserar stofninn í því fólki sem nam land á Íslandi. Þótti lítil upphefð í því að búa eða vera frá Íslandi. Við höfum helst Íslendingasögur sem heimildir um landnámið og þá sérstaklega Landnámu. Íslendingasögur eru þó ekki alveg traustar heimildir. Þeir sem skrifuðu þær skráðu þær eftir eldri munnlegum heimildum. Sögurnar eru litaðar af skáldlegum innblæstri og ýkjum. Þótt þær gefi sig út fyrir að segja frá sönnum atburðum þá virðist margt sett inn í þær í öðrum tilgangi en að vitna um sannleikann. Enginn veit almennilega af hverju þessar sögur voru skrifaðar. Að einhverju leyti hefur það verið gert í pólitískum tilgangi. Fyrstu Íslendingunum var legið á hálsi fyrir að vera afkomendur þræla og illmenna. Þannig var það kallað til forna en í dag væri það líklega nefnt lúðar og aumingjar. Menn vildu gjarnan afsanna þetta með því að skrifa langar ættartölur sem gerðu þá að afkomendum höfðingja í Noregi. Líka var mikilvægt að tryggja sér lagalegan eignarrétt á landi. Litlar og fáar heimildir eru til um leiguliða og þræla. Sögurnar eru sagðar og skrifaðar um frekar fámenna yfirstétt og með hennar þarfir í huga. Margt er jafnvel hrein og klár lygi. Ég stórefast til dæmis um að Ingólfur Arnarson hafi nokkurn tíma verið til heldur búinn til, eins og margir aðrir, í áróðursskyni.No dogs no Irish! Í Íslendingasögum er því jafnan haldið fram að við eigum allar okkar ættir að rekja til Noregs. Rannsóknir á erfðamengi okkar sýna hins vegar írskara blóð en áður var talið. Rannsóknir benda til að allt að þriðjungur landnámsfólks hafi verið frá Bretlandseyjum. Það virðast líka hafa aðallega verið konur. Það mætti leiða að því líkur að jafnvel meirihluti formæðra okkar hafi verið breskar. Hinn gelíski arfur hefur þó glatast að mestu og lotið í lægra haldi fyrir þeim brennandi áhuga að gera okkur norsk. Það þótti fínt á meðan írskt þótti til skammar. Gert hefur verið lítið úr írskum áhrifum og þeim jafnvel eytt. Ég held að fordómarnir gegn rauðhærðu fólki hafi verið og séu jafnvel enn angi af þessu. Við rauðhausarnir erum lifandi sönnun um ætternið. Kannski varð hinn gelíski arfur líka undir vegna þess að hann var svo kvenlægur, hin mjúka og listræna kvenlega taug átti ekki roð við hinni norsku, listalausu og praktísku frekju. Það er líka siður barbara að fara með listamenn sem aumingja. Ég hallast að því að forfeður okkar hafi aðallega verið friðsamt og þenkjandi fólk sem var að flýja karlmennskubrjálæði og ribbaldahátt víkinganna. Hingað leitaði fólk friðsemdar og öryggis. Ég held að margt af þessu fólki hafi verið skáld. Skapandi fólk er sjaldnast slagsmálahundar. Því var Ísland kjörinn staður fyrir alls konar sveimhuga. Við erum sú þjóð sem hefur hvað hæst hlutfall af athyglisbresti og ofvirkni. Við erum listræn þjóð. Ekki ná allir árangri. Það er algengt með kreatíft fólk að hneigjast til óreglu. Glæpamenn eru flestir með athyglisbrest og yfirgnæfandi hluti dæmdra manna framdi hinn glæpsamlega verknað undir áhrifum. Margir krimmar eru misskildir listamenn. Og nú þegar íslenskir stjórnmálamenn eru enn og aftur að endurskrifa Íslandssöguna sér í hag þá vil ég segja að ég er stoltur af því að vera Íslendingur og afkomandi írskra þræla og aumingja. Mér finnst löngu tímabært að þessi vanrækti hluti sögu okkar fái meiri athygli. Það er verðskuldað og ég held að við hefðum mjög gott af því sem þjóð. Það er í rauninni ekkert alíslenskt nema tungumálið. Það er íslensk þjóðmenning. Og það eru íslenskir vesalingar og aumingjar sem hafa haldið því við af því að þeir eru svo oft svona fólk sem finnst gaman að blaðra og segja sögur þangað til einhver æpir: „Þegiðu þarna auminginn þinn og farðu að vinna!” Með von um góða helgi og alls konar fyrir aumingja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Þjóðerniskenndin virðist nú vera í mikilli uppsveiflu á Íslandi. Menn tjá sig mikið um hina svokölluðu þjóðmenningu og vitna í söguna. Þetta er sérstaklega áberandi í pólitískri umræðu. Það er svo skrítið að umræðan snýst sjaldnast um það sem mér sjálfum finnst íslenskast af öllu; skáldagáfuna sjálfa og hina listrænu tjáningu. Það er ekki nógu áþreifanlegt. Íslensk þjóðmenning virðist að mestu leyti snúast um feitlagna menn sem sögðu eitthvað einu sinni, unnar kjötvörur og einhverja sérkennilega tegund af stærilæti. Öllu eðlilegu er snúið á hvolf og það er ekki vatnið sem holar steininn heldur steinninn sem holar vatnið og það með hvellu skvampi. Viðkvæmni er aumingjaskapur og skáld eru liðleskjur sem ættu að hætta að skrifa sína gagnslausu vitleysu en fá sér frekar vinnu, helst í kjötvinnslu. Frekja og yfirgangur er talin dyggð. Blíða og kurteisi óþarfi. Af hverju að standa og bíða í röð eins og einhver hálfviti þegar maður getur svo auðveldlega troðið sér fram fyrir?Víkingar Því er oft haldið fram að forfeður okkar hafi verið miklir víkingar. Það er ekki alveg rétt. Þótt nokkrir víkingar hafi slæðst hingað þá voru ungir bændasynir, þrælar og lúserar stofninn í því fólki sem nam land á Íslandi. Þótti lítil upphefð í því að búa eða vera frá Íslandi. Við höfum helst Íslendingasögur sem heimildir um landnámið og þá sérstaklega Landnámu. Íslendingasögur eru þó ekki alveg traustar heimildir. Þeir sem skrifuðu þær skráðu þær eftir eldri munnlegum heimildum. Sögurnar eru litaðar af skáldlegum innblæstri og ýkjum. Þótt þær gefi sig út fyrir að segja frá sönnum atburðum þá virðist margt sett inn í þær í öðrum tilgangi en að vitna um sannleikann. Enginn veit almennilega af hverju þessar sögur voru skrifaðar. Að einhverju leyti hefur það verið gert í pólitískum tilgangi. Fyrstu Íslendingunum var legið á hálsi fyrir að vera afkomendur þræla og illmenna. Þannig var það kallað til forna en í dag væri það líklega nefnt lúðar og aumingjar. Menn vildu gjarnan afsanna þetta með því að skrifa langar ættartölur sem gerðu þá að afkomendum höfðingja í Noregi. Líka var mikilvægt að tryggja sér lagalegan eignarrétt á landi. Litlar og fáar heimildir eru til um leiguliða og þræla. Sögurnar eru sagðar og skrifaðar um frekar fámenna yfirstétt og með hennar þarfir í huga. Margt er jafnvel hrein og klár lygi. Ég stórefast til dæmis um að Ingólfur Arnarson hafi nokkurn tíma verið til heldur búinn til, eins og margir aðrir, í áróðursskyni.No dogs no Irish! Í Íslendingasögum er því jafnan haldið fram að við eigum allar okkar ættir að rekja til Noregs. Rannsóknir á erfðamengi okkar sýna hins vegar írskara blóð en áður var talið. Rannsóknir benda til að allt að þriðjungur landnámsfólks hafi verið frá Bretlandseyjum. Það virðast líka hafa aðallega verið konur. Það mætti leiða að því líkur að jafnvel meirihluti formæðra okkar hafi verið breskar. Hinn gelíski arfur hefur þó glatast að mestu og lotið í lægra haldi fyrir þeim brennandi áhuga að gera okkur norsk. Það þótti fínt á meðan írskt þótti til skammar. Gert hefur verið lítið úr írskum áhrifum og þeim jafnvel eytt. Ég held að fordómarnir gegn rauðhærðu fólki hafi verið og séu jafnvel enn angi af þessu. Við rauðhausarnir erum lifandi sönnun um ætternið. Kannski varð hinn gelíski arfur líka undir vegna þess að hann var svo kvenlægur, hin mjúka og listræna kvenlega taug átti ekki roð við hinni norsku, listalausu og praktísku frekju. Það er líka siður barbara að fara með listamenn sem aumingja. Ég hallast að því að forfeður okkar hafi aðallega verið friðsamt og þenkjandi fólk sem var að flýja karlmennskubrjálæði og ribbaldahátt víkinganna. Hingað leitaði fólk friðsemdar og öryggis. Ég held að margt af þessu fólki hafi verið skáld. Skapandi fólk er sjaldnast slagsmálahundar. Því var Ísland kjörinn staður fyrir alls konar sveimhuga. Við erum sú þjóð sem hefur hvað hæst hlutfall af athyglisbresti og ofvirkni. Við erum listræn þjóð. Ekki ná allir árangri. Það er algengt með kreatíft fólk að hneigjast til óreglu. Glæpamenn eru flestir með athyglisbrest og yfirgnæfandi hluti dæmdra manna framdi hinn glæpsamlega verknað undir áhrifum. Margir krimmar eru misskildir listamenn. Og nú þegar íslenskir stjórnmálamenn eru enn og aftur að endurskrifa Íslandssöguna sér í hag þá vil ég segja að ég er stoltur af því að vera Íslendingur og afkomandi írskra þræla og aumingja. Mér finnst löngu tímabært að þessi vanrækti hluti sögu okkar fái meiri athygli. Það er verðskuldað og ég held að við hefðum mjög gott af því sem þjóð. Það er í rauninni ekkert alíslenskt nema tungumálið. Það er íslensk þjóðmenning. Og það eru íslenskir vesalingar og aumingjar sem hafa haldið því við af því að þeir eru svo oft svona fólk sem finnst gaman að blaðra og segja sögur þangað til einhver æpir: „Þegiðu þarna auminginn þinn og farðu að vinna!” Með von um góða helgi og alls konar fyrir aumingja!
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun