Tilfinningabyltingin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2015 06:00 Ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En frá því að ég var lítil smástelpa hefur mér verið treyst fyrir leyndarmálunum. Þeim hefur verið hvíslað í eyrun mín. Í skólaferðalagi. Á trúnaðarstundu sem færist yfir eftir svefngalsa í sleepover. Yfir kakóbolla og ristuðu brauði. Við eldhúsborðið. Í leigubíl. Á Kaffibarnum. Þetta eru heilög leyndarmál. Ekki segja neinum. Aldrei. Usssss... Og ég hef þagað úr mér vitið. Þagað úr mér trú og traust á mannkynið. Og við höfum öll einhvern tímann þagað. Og við höfum öll óttast þögnina og það sem gerist í hennar skjóli. Sem manneskjur, mæður, feður, systur og bræður. Í vikunni hefur fjöldi kvenna deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi á internetinu og þannig frelsað sig frá leyndarmálinu. Það hefur verið magnað að fylgjast með byltingunni. Að sjá hundruði radda þrýsta á þagnarmúrinn sem hefur hlaðist upp. Stein fyrir stein. Kynslóð eftir kynslóð. Sársauka eftir sársauka. Svo finna raddirnar – fullar af réttlætiskennd, reiði og samkennd – sprungu á múrnum og flæða þar í gegn. Stækka sprunguna þar til hún opnast upp á gátt. Nýr jarðvegur tekur að myndast. Er það ekki svona sem heimurinn breytist? Og það er sama hvað við fussum og sveium mikið yfir því að fólk stari á skjáinn í stað þess að stara hvert á annað. Skjárinn með sínum samfélagsmiðlum hefur gert okkur á svo margan hátt persónulegri og býr til pláss fyrir þetta „óþægilega.“ Það eru kannski færri kaffiboð haldin með spjalli um veðrið og ómögulega ríkisstjórn. En við höfum aldrei verið jafn einlæg. Það er til orð yfir það þegar fólk tuðar um að tilfinningatal og erfiðar reynslusögur eigi ekki heima á opinberum vettvangi. Að það eigi ekki að bera sinn einkaskít á torg. Að tjáning sé það sama og athyglissýki. Orðið er þöggun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. En frá því að ég var lítil smástelpa hefur mér verið treyst fyrir leyndarmálunum. Þeim hefur verið hvíslað í eyrun mín. Í skólaferðalagi. Á trúnaðarstundu sem færist yfir eftir svefngalsa í sleepover. Yfir kakóbolla og ristuðu brauði. Við eldhúsborðið. Í leigubíl. Á Kaffibarnum. Þetta eru heilög leyndarmál. Ekki segja neinum. Aldrei. Usssss... Og ég hef þagað úr mér vitið. Þagað úr mér trú og traust á mannkynið. Og við höfum öll einhvern tímann þagað. Og við höfum öll óttast þögnina og það sem gerist í hennar skjóli. Sem manneskjur, mæður, feður, systur og bræður. Í vikunni hefur fjöldi kvenna deilt reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi á internetinu og þannig frelsað sig frá leyndarmálinu. Það hefur verið magnað að fylgjast með byltingunni. Að sjá hundruði radda þrýsta á þagnarmúrinn sem hefur hlaðist upp. Stein fyrir stein. Kynslóð eftir kynslóð. Sársauka eftir sársauka. Svo finna raddirnar – fullar af réttlætiskennd, reiði og samkennd – sprungu á múrnum og flæða þar í gegn. Stækka sprunguna þar til hún opnast upp á gátt. Nýr jarðvegur tekur að myndast. Er það ekki svona sem heimurinn breytist? Og það er sama hvað við fussum og sveium mikið yfir því að fólk stari á skjáinn í stað þess að stara hvert á annað. Skjárinn með sínum samfélagsmiðlum hefur gert okkur á svo margan hátt persónulegri og býr til pláss fyrir þetta „óþægilega.“ Það eru kannski færri kaffiboð haldin með spjalli um veðrið og ómögulega ríkisstjórn. En við höfum aldrei verið jafn einlæg. Það er til orð yfir það þegar fólk tuðar um að tilfinningatal og erfiðar reynslusögur eigi ekki heima á opinberum vettvangi. Að það eigi ekki að bera sinn einkaskít á torg. Að tjáning sé það sama og athyglissýki. Orðið er þöggun.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun