Barn kom í heiminn í millitíðinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júní 2015 08:30 Platan Þel er fyrsta plata Láru Rúnarsdóttur sem er öll sungin á íslensku. vísirgva Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér sína fimmtu breiðskífu og ber hún titilinn Þel. Síðast gaf hún út plötuna Moment árið 2012 en hófst fljótlega handa við að semja efni fyrir nýja plötu. „Ég byrjaði að semja hana árið 2012 en upptökurnar hófust svo fyrir um ári. Við kláruðum hana svo núna í janúar en ég var ekkert að stressa mig á koma henni út og átti meðal annars eitt barn í millitíðinni,“ segir Lára létt í lundu, spurð út í smíði plötunnar. Lára fetar nýjar slóðir á plötunni og vinnur meðal annars í fyrsta sinn með upptökustjóra og útsetjara en Stefán Örn Gunnlaugsson stýrði upptökunum og útsetningum. „Það var æðislegt að vinna með Stebba, það var líka komið að stjórnsömu hliðinni minni að víkja,“ segir Lára og hlær. „Þetta samstarf gekk mjög vel og það var alltaf frelsi til að prófa nýja hluti. Við eyddum miklum tíma saman í stúdíóinu og kölluðum svo í frábæran mannskap til að spila inn á plötuna.“ Lára syngur plötuna á íslensku og er platan sú fyrsta sem hún syngur alla á íslensku. „Textarnir fjalla mest um það hvað því fylgir að vera mennsk og samskipti. Þeir fjalla líka um náttúruna okkar og landið,“ segir Lára spurð út í yrkisefnin. Þá er einnig hægt að tengja plötuna við femínisma. „Ég var að læra kynjafræði og jógafræði þegar ég var að semja plötuna þannig að það litar margt,“ bætir Lára við. Hún ætlar ásamt hljómsveit að fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Þá kemur hún einnig fram á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir tónleikar klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“