Samskipti í samförum sigga dögg skrifar 5. júní 2015 16:00 Vísir/Getty Spurning Er það eðlilegt/heilbrigt að hafa endaþarmsmök við kærustu/bólfélaga án samþykkis? Í þessu tilfelli voru tveir einstaklingar í rúminu og skiptu um stellingu. Kærastan (ég) fór fram fyrir og kærastinn aftur fyrir. Síðan fann ég hvernig limurinn fór inn að aftan. Mér brá en sagði ekki neitt og yfir lauk. Ég fór á klósettið fljótlega á eftir og þá var smá blóð. Daginn eftir ræddum við þetta eitthvað smá og hann sagði: „Og þú sagðir ekki neitt?!“ Ég man að ég hugsaði: „En þú spurðir mig heldur ekki?!“ en ég sagði það ekki við hann. Ég man líka að ég hugsaði hvernig ég gæti verið með einhverjum sem spyrði mig ekki áður að svona stóru atriði. Flestir tala um að þetta sé ekki eðlilegt eða heilbrigt, að endaþarmsmök verði að gera með undirbúningi og já, vissulega samþykki beggja. Sumir segja að þetta sé nauðgun, þá líklegast sambandsnauðgun. Aðrir vilja ekki gera eins mikið úr þessu, eins og sálfræðingurinn minn. Einhverju seinna ætlaði hann að prófa aftur (þó vorum við í annarri stellingunni) en ég stoppaði hann af. Þá baðst hann afsökunar og hætti strax. Spurningin er, er þetta eðlilegt/heilbrigt í samböndum? Ef svona gerist, hvernig væri réttast að bregðast við? Ræða málin strax?Svar Það er ekki til neitt eitt rétt eða rangt í þessu en lykillinn að kynlífi er alltaf samþykki. Málið flækist oft því við höfum ekki tamið okkur að biðja um leyfi, og gefa leyfi, fyrir kynlífi. Fólk er missammála um endaþarmsmök og sumum þykja þau ánægjuleg og öðrum ekki, enda smekkur manna misjafn. Það sem almennt gildir með rassinn, eins og þú bendir á, er undirbúningur og umfram allt samþykki. Rassinn, og eigandi hans, þarf að vera afslappaður áður en innsetning fer fram, nota þarf sleipiefni og svo er betra að byrja bara á fingri en ekki lim. Það er líklegt að háræðar hafi rifnað við þessa ósmurðu innsetningu og það gæti útskýrt blóðið. Því er meiri hætta á kynsjúkdómasmiti þegar óvarin endaþarmsmök eru stunduð. Ef sársauki er viðvarandi eða blæðing þá ættir þú að kíkja til læknis. Nú þekki ég ekki til ykkar sambands en eins og með flest allt í samböndum þá eru samskipti algjör grundvöllur. Það má horfa á þetta frá sjónarhóli ykkar beggja en auðvitað hefði hann átt að spyrja og kanna hvort þér liði vel og þú værir að njóta þín í kynlífinu. Ef hann hefði gert það þá gæti upplifunin hafa verið önnur. Mig grunar að þetta sé ansi algengt, hvort sem það er óvart eða með ásetningi, en þetta er flókið og reynir á að láta í sér heyra og ræða saman um hvað má og hvað ekki. Auðvitað hefði hann átt að spyrja þig áður, sérstaklega í seinna skiptið, hvort þú hefðir áhuga á að reyna þetta aftur áður en hann gerði sig líklegan. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum áherslu á að tala saman um kynlíf. Það er von mín að jafnræði ríki í samböndum og að fólk geti talað saman, hlustað hvort á annað og að það spyrji áður en það geri. Heilsa Tengdar fréttir Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00 Sleipiefni, a til ö Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi 11. júní 2014 11:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Spurning Er það eðlilegt/heilbrigt að hafa endaþarmsmök við kærustu/bólfélaga án samþykkis? Í þessu tilfelli voru tveir einstaklingar í rúminu og skiptu um stellingu. Kærastan (ég) fór fram fyrir og kærastinn aftur fyrir. Síðan fann ég hvernig limurinn fór inn að aftan. Mér brá en sagði ekki neitt og yfir lauk. Ég fór á klósettið fljótlega á eftir og þá var smá blóð. Daginn eftir ræddum við þetta eitthvað smá og hann sagði: „Og þú sagðir ekki neitt?!“ Ég man að ég hugsaði: „En þú spurðir mig heldur ekki?!“ en ég sagði það ekki við hann. Ég man líka að ég hugsaði hvernig ég gæti verið með einhverjum sem spyrði mig ekki áður að svona stóru atriði. Flestir tala um að þetta sé ekki eðlilegt eða heilbrigt, að endaþarmsmök verði að gera með undirbúningi og já, vissulega samþykki beggja. Sumir segja að þetta sé nauðgun, þá líklegast sambandsnauðgun. Aðrir vilja ekki gera eins mikið úr þessu, eins og sálfræðingurinn minn. Einhverju seinna ætlaði hann að prófa aftur (þó vorum við í annarri stellingunni) en ég stoppaði hann af. Þá baðst hann afsökunar og hætti strax. Spurningin er, er þetta eðlilegt/heilbrigt í samböndum? Ef svona gerist, hvernig væri réttast að bregðast við? Ræða málin strax?Svar Það er ekki til neitt eitt rétt eða rangt í þessu en lykillinn að kynlífi er alltaf samþykki. Málið flækist oft því við höfum ekki tamið okkur að biðja um leyfi, og gefa leyfi, fyrir kynlífi. Fólk er missammála um endaþarmsmök og sumum þykja þau ánægjuleg og öðrum ekki, enda smekkur manna misjafn. Það sem almennt gildir með rassinn, eins og þú bendir á, er undirbúningur og umfram allt samþykki. Rassinn, og eigandi hans, þarf að vera afslappaður áður en innsetning fer fram, nota þarf sleipiefni og svo er betra að byrja bara á fingri en ekki lim. Það er líklegt að háræðar hafi rifnað við þessa ósmurðu innsetningu og það gæti útskýrt blóðið. Því er meiri hætta á kynsjúkdómasmiti þegar óvarin endaþarmsmök eru stunduð. Ef sársauki er viðvarandi eða blæðing þá ættir þú að kíkja til læknis. Nú þekki ég ekki til ykkar sambands en eins og með flest allt í samböndum þá eru samskipti algjör grundvöllur. Það má horfa á þetta frá sjónarhóli ykkar beggja en auðvitað hefði hann átt að spyrja og kanna hvort þér liði vel og þú værir að njóta þín í kynlífinu. Ef hann hefði gert það þá gæti upplifunin hafa verið önnur. Mig grunar að þetta sé ansi algengt, hvort sem það er óvart eða með ásetningi, en þetta er flókið og reynir á að láta í sér heyra og ræða saman um hvað má og hvað ekki. Auðvitað hefði hann átt að spyrja þig áður, sérstaklega í seinna skiptið, hvort þú hefðir áhuga á að reyna þetta aftur áður en hann gerði sig líklegan. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum áherslu á að tala saman um kynlíf. Það er von mín að jafnræði ríki í samböndum og að fólk geti talað saman, hlustað hvort á annað og að það spyrji áður en það geri.
Heilsa Tengdar fréttir Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00 Sleipiefni, a til ö Sleipiefni geta aukið unað í kynlífi 11. júní 2014 11:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sleipiefni skal smakka Sleipiefni er fáanlegt með allskyns bragðtegundum og sumar geta ert kynfærin og því er vissara að smakka fyrst. 27. apríl 2015 11:00