Kokteilar til styrktar hjálparstarfi Guðrún Ansnes skrifar 6. júní 2015 12:30 Ánægðar með kokteilinn sem flestir yfir þrítugu ættu að kannast vel við. fréttablaðið/Vilhelm „Auðvitað gripum við gæsina strax, enda spennandi að geta verið með í að styrkja góð málefni,“ segir Sigrún Hauksdóttir, veitingastjóri hjá Mar Bar sem er fyrsti og eini íslenski barinn sem tekur þátt í Negroni-vikunni, sem fer nú fram um allan heim. Er Negroni-vikan sérstakt átak þar sem góðgerðarmál eru í hávegum höfð og blandast saman gleði og góðverk, þar sem ágóði kokteilsins rennur til góðgerðarmála um allan heim. Velur hver bar sitt góðgerðarfélag og mun ágóðinn sem safnast í þessari viku hjá Mar Bar renna til neyðaraðgerða í Nepal á vegum UNICEF. „Fimm hundruð krónur af hverjum drykk renna beinustu leið í söfnunina, og við erum mjög bjartsýn á að þetta eigi eftir að skila góðum árangri, sér í lagi þar sem Negroni-vikan hittir á sjómannahelgina,“ útskýrir Sigrún. Verður því mikið húllumhæ á Mar Bar, en hann stendur við gömlu höfnina í Reykjavík, þar sem sjómannahelginni verða gerð góð skil. Negroni-vikan er haldin hátíðleg á börum um heim allan og er þetta í þriðja skiptið sem það er gert. Umboðsaðili Campari á Íslandi stökk á vagninn í ár, og segir Atli Hergeirsson, sölustjóri hjá K. Karlssyni, að þátttakan sé komin til að vera. „Við byrjum á einum bar og svo vindur þetta væntanlega upp á sig, þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Atli. Í fyrra tóku um þrettán hundruð barir þátt í vikunni og söfnuðu meira en sextán milljónum en hver bar velur sitt góðgerðarfélag sem fær ágóðann. Nafn vikunnar er dregið af Negroni-kokteilnum, þar sem Campari gegnir undirstöðuatriði en Campari stendur einmitt fyrir þessari alþjóðlegu viku. „Þetta er haldið í þriðja skipti um heim allan, en í fyrsta skipti á Íslandi í ár. Í fyrra tóku yfir þrettán hundruð barir um allan heim þátt og söfnuðu meira en sextán milljónum króna á þessu vikutímabili,“ útskýrir Atli vongóður um framhaldið. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
„Auðvitað gripum við gæsina strax, enda spennandi að geta verið með í að styrkja góð málefni,“ segir Sigrún Hauksdóttir, veitingastjóri hjá Mar Bar sem er fyrsti og eini íslenski barinn sem tekur þátt í Negroni-vikunni, sem fer nú fram um allan heim. Er Negroni-vikan sérstakt átak þar sem góðgerðarmál eru í hávegum höfð og blandast saman gleði og góðverk, þar sem ágóði kokteilsins rennur til góðgerðarmála um allan heim. Velur hver bar sitt góðgerðarfélag og mun ágóðinn sem safnast í þessari viku hjá Mar Bar renna til neyðaraðgerða í Nepal á vegum UNICEF. „Fimm hundruð krónur af hverjum drykk renna beinustu leið í söfnunina, og við erum mjög bjartsýn á að þetta eigi eftir að skila góðum árangri, sér í lagi þar sem Negroni-vikan hittir á sjómannahelgina,“ útskýrir Sigrún. Verður því mikið húllumhæ á Mar Bar, en hann stendur við gömlu höfnina í Reykjavík, þar sem sjómannahelginni verða gerð góð skil. Negroni-vikan er haldin hátíðleg á börum um heim allan og er þetta í þriðja skiptið sem það er gert. Umboðsaðili Campari á Íslandi stökk á vagninn í ár, og segir Atli Hergeirsson, sölustjóri hjá K. Karlssyni, að þátttakan sé komin til að vera. „Við byrjum á einum bar og svo vindur þetta væntanlega upp á sig, þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Atli. Í fyrra tóku um þrettán hundruð barir þátt í vikunni og söfnuðu meira en sextán milljónum en hver bar velur sitt góðgerðarfélag sem fær ágóðann. Nafn vikunnar er dregið af Negroni-kokteilnum, þar sem Campari gegnir undirstöðuatriði en Campari stendur einmitt fyrir þessari alþjóðlegu viku. „Þetta er haldið í þriðja skipti um heim allan, en í fyrsta skipti á Íslandi í ár. Í fyrra tóku yfir þrettán hundruð barir um allan heim þátt og söfnuðu meira en sextán milljónum króna á þessu vikutímabili,“ útskýrir Atli vongóður um framhaldið.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira