Hafa þroskast mikið tónlistarlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Hljómsveitina Úlfur Úlfur skipa þeir Arnar Freyr Frostason ogHelgi Sæmundur Guðmundsson. vísir/ernir Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira