Okkur þykir báðum ákaflega vænt um þetta illmenni Magnús Guðmundsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir er leikstjóri og framleiðandi sýningarinnar á Ríkharði III. og fram undan eru átta leiklistarhátíðir í sumar og Ísland næsta sumar. Mynd/ Tom Oakes „Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“ Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira