Málar hápólitískan kolkrabba á húsvegg Guðrún Ansnes skrifar 18. júní 2015 10:00 Edda er mikil listakona og mun setjast á skólabekk í haust þar sem hún ætlar að leggja grafíska hönnun fyrir sig. Vísir/Stefán „Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég bjó Kolmar til fyrir löngu síðan, en þetta er einhvers konar barnabókafígúra sem mig langar að setja í bók seinna meir, við pabbi erum að skoða þetta allt,“ segir Edda Karólína Ævarsdóttir listakona sem stendur fyrir þessari nýju viðbót við miðborgina. Pabbi Eddu er Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, sem fram til þessa hefur aðallega skrifað glæpasögur fyrir fullorðna, svo sem Blóðberg og Svartir englar. Kolkrabbinn er enn í vinnslu og kemur til með að verða fjögurra metra hár þegar verkinu verður lokið og sölsar því undir sig mikið pláss á Lokastíg 18. „Hér voru framkvæmdir í gangi svo stillansarnir voru hér. Íbúi hússins, Dagur Gunnarsson , spurðu hvort ég vildi ekki bara skreyta vegginn eftir að hafa séð málverk eftir mig af kolkrabbanum, svo ég sló auðvitað til, en Múr og Mál settu upp stillansa fyrir mig, og Kópal sá um auka málningu,“ útskýrir Edda. Kolkrabbinn höfðar þó ekki aðeins til ungu kynslóðarinnar, því hann er einnig rammpólitískur. „Kolmar endurspeglar líka þetta kolkrabbaríki sem við búum í, þar sem fáar ættir taka yfir allt og teygja anga sína býsna langt.“ Hún tekur þó skýrt fram að það sé auðvitað í höndum hvers og eins að túlka Kolmar og fólk megi velta tilvist hans fyrir sér á alla mögulega vegu, þetta sé einungis hennar hugmyndir um kolkrabbann Kolmar. Edda nýtir hverja stund eftir vinnudaginn því hún starfar í textílvöruversluninni Vouge en stefnir á nám við Listaháskólann í haust. „Ég fer eftir vinnu á kvöldin þegar ekki rignir,“ segir hún og viðurkennir fúslega að verkið hafi vaxið henni töluvert í augum eftir að hún tók upp pensilinn. „Ég fékk eiginlega sjokk þegar ég byrjaði að grunna þetta og velti alvarlega fyrir mér út í hvað ég væri búin að koma mér. En þetta er ógeðslega gaman og ekki verra þegar það er komin svona góð mynd á þetta allt saman.“ Edda segir ferðamenn gríðarlega áhugasama um Kolmar, en hún segist afar ánægð með hvert myndin stefnir. „Mér finnst þetta rosalega flott þó ég segi sjálf frá,“ segir listakonan hæstánægð að lokum.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira