Lífið

Rihanna með eigið tískumerki

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Söngkonan er ein þekktasta stjarna heims um þessar mundir og hefur gefið út ófáa smelli.
Söngkonan er ein þekktasta stjarna heims um þessar mundir og hefur gefið út ófáa smelli. Vísir/Getty
Poppsöngkonunni Rihönnu er margt til lista lagt.

Rihanna er ein þekktasta poppstjarna heims um þessar mundir og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum á síðastliðnum árum og nú stefnir hún á að herja á tískuheiminn og stofnsetja sitt eigið tískumerki.

Merkið mun bera nafnið $CHOOL KILLS og skrásetti fyrirtæki söngkonunnar, Roraj Trade LLC, nafnið í New York í síðastliðnum mánuði undir flokkunum leður- og fatavörur, en mun byrja á því að gefa út skart- og fylgihluti.

Söngkonan hefur áður hannað fatalínu fyrir breska merkið River Island og er sögð vilja láta reyna á feril á öðrum sviðum en í tónlistinni þótt hún muni halda áfram að gefa út tónlist.

Rihanna gaf út sína fyrstu plötu, Music of the Sun, árið 2005 en skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 þegar hún gaf út sína aðra plötu, A Girl Like Me, sem fór á topptíu-lista í þrettán löndum. Síðan hefur leiðin legið upp á við og hefur Rihanna meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við Jay-Z, Kanye West, Paul McCartney, Shakira og Niki Minaj.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×