Um stríðsglæpi Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Leiddar eru að því líkur að stríðsglæpir hafi verið framdir bæði af hálfu Ísraelsmanna og Palestínumanna í tengslum við árásir Ísraelshers á Gasa í fyrra. Niðurstaðan, sem sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna birti í byrjun vikunnar, kemur svo sem ekki á óvart. Í árásum og átökum sem stóðu yfir í 51 dag létu þúsundir lífið og eyðilegging á Gasa var gífurleg. Hörmungarnar voru meiri en svo að orð nái utan um þær. „Fordæmalaus eyðilegging,“ segir í skýrslunni. Tölfræðin talar þó sínu máli. Drepinn var 2.251 Palestínumaður, þar af 1.462 óbreyttir borgarar, 299 konur og 551 barn. 64,9 prósent drepinna voru almennir borgarar. Slasaðir voru svo 11.231, þar af 3.540 konur og 3.436 börn. Tíu prósent varanlega fatlaðir. Fram kemur að sex óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í Ísrael, 67 hermenn og svo hafi allt að 1.600 manns meiðst. Haft er eftir opinberum tölum í Ísrael að kostnaður við skemmdir á byggingum og mannvirkjum vegna eldflaugaárása og sprengna Palestínumanna nemi 25 milljónum dala, eða 3,3 milljörðum króna. Á Gasa misstu um 500 þúsund manns heimili sín þessa 50 daga, um 18 þúsund byggingar voru eyðilagðar, flutningskerfi og veitur fyrir rafmagn og vatn voru eyðilögð, auk þess sem skemmdir urðu á 73 heilbrigðisstofnunum og fjölda sjúkrabíla. Í dag er ár síðan hjálparliðar gengu fram á Bader Qdeih, sex ára dreng, innan um fólk á flótta frá þorpinu Khuza, þar sem hann var helsærður á kviði með innyflin í höndunum og grátbað um hjálp. „Ég vil ekki deyja. Ekki skilja mig eftir,“ hrópaði drengurinn. Hann lést við varðstöð Ísraelshers þar sem hermenn létu sjúkrabíl Rauða hálfmánans bíða í minnst 20 mínútur þrátt fyrir alvarlega áverka barnsins. Í skýrslunni eru átalin vinnubrögð Ísraelshers við rannsókn á mögulegum stríðsglæpum og vísvitandi árásum á borgara. Þannig hafi verið látin niður falla rannsókn á loftárás á börn í fótbolta við sjóinn á Gasa, 16. júlí í fyrra. Fjögur létu lífið. Að Ísraelsstjórn hafi látið hjá líða að ræða við erlenda blaðamenn og fjölda palestínskra sjónarvotta að atvikinu er sagt vekja grun um að rannsóknin hafi ekki verið ýkja ítarleg. „Ísrael fremur ekki stríðsglæpi heldur ver hendur sínar gegn félagsskap sem fremur stríðsglæpi,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um skýrsluna. „Við sitjum ekki með hendur í skauti á meðan ráðist er á borgara okkar með þúsundum flugskeyta.“ Mary McGowan Davies, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar, sagði hins vegar í Times of Israel sömu mælistiku lagða á alla, Hamas eða Ísraelsher. Líklega hafði ráðherrann ekki náð að lesa skýrsluna alla. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna er enn ein áminningin um ófremdarástand sem ekki sér fyrir endann á. Hingað til hafa samþykktir alþjóðasamfélagsins verið að engu hafðar í Ísrael. Í Suður-Afríku tókst ekki að útrýma aðskilnaðarstefnunni fyrr en með samhentu átaki og efnahagsþvingunum. Svipuð meðöl þarf í baráttunni fyrir mannréttindum í Ísrael og Palestínu. Í þeim efnum gerðu Íslendingar vel í að stilla sér upp með þeim sem kalla á breytingar, í stað hinna sem styðja óbreytt hörmungarástand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Leiddar eru að því líkur að stríðsglæpir hafi verið framdir bæði af hálfu Ísraelsmanna og Palestínumanna í tengslum við árásir Ísraelshers á Gasa í fyrra. Niðurstaðan, sem sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna birti í byrjun vikunnar, kemur svo sem ekki á óvart. Í árásum og átökum sem stóðu yfir í 51 dag létu þúsundir lífið og eyðilegging á Gasa var gífurleg. Hörmungarnar voru meiri en svo að orð nái utan um þær. „Fordæmalaus eyðilegging,“ segir í skýrslunni. Tölfræðin talar þó sínu máli. Drepinn var 2.251 Palestínumaður, þar af 1.462 óbreyttir borgarar, 299 konur og 551 barn. 64,9 prósent drepinna voru almennir borgarar. Slasaðir voru svo 11.231, þar af 3.540 konur og 3.436 börn. Tíu prósent varanlega fatlaðir. Fram kemur að sex óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í Ísrael, 67 hermenn og svo hafi allt að 1.600 manns meiðst. Haft er eftir opinberum tölum í Ísrael að kostnaður við skemmdir á byggingum og mannvirkjum vegna eldflaugaárása og sprengna Palestínumanna nemi 25 milljónum dala, eða 3,3 milljörðum króna. Á Gasa misstu um 500 þúsund manns heimili sín þessa 50 daga, um 18 þúsund byggingar voru eyðilagðar, flutningskerfi og veitur fyrir rafmagn og vatn voru eyðilögð, auk þess sem skemmdir urðu á 73 heilbrigðisstofnunum og fjölda sjúkrabíla. Í dag er ár síðan hjálparliðar gengu fram á Bader Qdeih, sex ára dreng, innan um fólk á flótta frá þorpinu Khuza, þar sem hann var helsærður á kviði með innyflin í höndunum og grátbað um hjálp. „Ég vil ekki deyja. Ekki skilja mig eftir,“ hrópaði drengurinn. Hann lést við varðstöð Ísraelshers þar sem hermenn létu sjúkrabíl Rauða hálfmánans bíða í minnst 20 mínútur þrátt fyrir alvarlega áverka barnsins. Í skýrslunni eru átalin vinnubrögð Ísraelshers við rannsókn á mögulegum stríðsglæpum og vísvitandi árásum á borgara. Þannig hafi verið látin niður falla rannsókn á loftárás á börn í fótbolta við sjóinn á Gasa, 16. júlí í fyrra. Fjögur létu lífið. Að Ísraelsstjórn hafi látið hjá líða að ræða við erlenda blaðamenn og fjölda palestínskra sjónarvotta að atvikinu er sagt vekja grun um að rannsóknin hafi ekki verið ýkja ítarleg. „Ísrael fremur ekki stríðsglæpi heldur ver hendur sínar gegn félagsskap sem fremur stríðsglæpi,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um skýrsluna. „Við sitjum ekki með hendur í skauti á meðan ráðist er á borgara okkar með þúsundum flugskeyta.“ Mary McGowan Davies, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar, sagði hins vegar í Times of Israel sömu mælistiku lagða á alla, Hamas eða Ísraelsher. Líklega hafði ráðherrann ekki náð að lesa skýrsluna alla. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna er enn ein áminningin um ófremdarástand sem ekki sér fyrir endann á. Hingað til hafa samþykktir alþjóðasamfélagsins verið að engu hafðar í Ísrael. Í Suður-Afríku tókst ekki að útrýma aðskilnaðarstefnunni fyrr en með samhentu átaki og efnahagsþvingunum. Svipuð meðöl þarf í baráttunni fyrir mannréttindum í Ísrael og Palestínu. Í þeim efnum gerðu Íslendingar vel í að stilla sér upp með þeim sem kalla á breytingar, í stað hinna sem styðja óbreytt hörmungarástand.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun