Innlent

Varaþingmaður VG vill vita um fjölda endurkrafna Fæðingarorlofssjóðs: Fékk rukkun eftir fæðingarorlof

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar hafa fengið endurkröfu frá Fæðingarorlofssjóði hálfu ári eða ári eftir töku orlofs.
Foreldrar hafa fengið endurkröfu frá Fæðingarorlofssjóði hálfu ári eða ári eftir töku orlofs. Nordicphotos/getty
Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður VG, vill vita hversu margar kröfur Fæðingarorlofssjóður hefur gert um endurgreiðslur frá orlofsþegum. Einnig hversu margar slíkar kröfur hafa verið staðfestar af úrskurðarnefnd.

Andrés Ingi Jónsson
Andrés segir að hvatinn að fyrirspurninni sé reynsla hans sjálfs af því að taka fæðingarorlof.

„Ég fékk endurkröfubeiðni af því að ég hóf töku fæðingarorlofs í miðjum mánuði og alltaf þegar ég fer að nöldra yfir þessu við fólk á svipuðu reki þá finnst mér eins og rosalega margir hafi lent í þessu. Mjög oft feður sem byrja fæðingarorlof í miðjum mánuði,“ segir hann.

Andrés segist ekki viss um að margir viti af þessu fyrirkomulagi fyrir fram. „En eftir á held ég að þetta verði leiðinleg viðbót við tímabil sem er alveg frábært. Þá fær maður einhverja timburmenn hálfu ári eða ári seinna með einhverjum lögfræðibréfum frá sjóðnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×