Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:15 Karl Tómasson tónlistarmaður var illa bitinn í Kjós síðastliðna helgi. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. Vísir/Ernir „Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar. Lúsmý Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Sonur minn fór að kvarta yfir því í fyrradag að hann væri allur úti í biti og að hann klæjaði mikið. Þetta var skelfilegt en er þó að lagast núna eftir að ég bar á hann sterakrem,“ segir Inga Birna Erlingsdóttir en fimmtán ára gamall sonur hennar, Adam Elí Inguson, lenti illa í nýrri tegund bitmýs á dögunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa í Kjós með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund mýs að ræða. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina mýið á næstu dögum. Adam Elí bar sterakrem á bitin sem eru smátt og smátt að hverfa.VÍSIR/ERNIRNú virðist sem fleiri en sumarhúsaeigendur í Kjós hafi orðið fyrir barðinu á lúsmýinu og hefur Fréttablaðið fengið nokkrar ábendingar þess efnis. Fólk hefur orðið vart við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og í Grafarvogi. „Ég hef heyrt að það sé bara ekkert hægt að gera. Sonur minn var ekki sá eini sem var bitinn heldur náðu þær að bíta útlending sem er í heimsókn hjá okkur,“ segir Inga Birna, móðir Adams, en hann var bitinn á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Inga segir að hún þekki fleiri dæmi þess að fólk hafi verið bitið í Mosfellsbæ. Erling Ólafsson„Nú verð ég að viðurkenna fáfræði mína og segja að ég hafi bara ekki hugmynd um hvernig þetta kom til landsins,“ segir Erling og bætir við að þó að sterkur grunur leiki á að um sé að ræða lúsmý er ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott.“Olga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnirVÍSIR/AÐSEND MYNDOlga Unnarsdóttir er ein þeirra sem hafa verið illa bitnir. Olga var bitin að heimili sínu í Grafarvogi. „Kláðinn er óbærilegur. Ég fann fyrir því hvernig litlar flugur voru að skríða á mér,“ segir Olga. Þá eru tuttugu og fimm stúlkur í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð með bit á líkamanum. „Þær klæjar og bitin eru sum hver upphleypt,“ segir Ásta Lóa Þórsdóttir, forstöðukona Vindárshlíðar, og bætir við að starfsfólk reyni að gera allt til þess að sporna við því að stelpurnar verði bitnar.
Lúsmý Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira