Öll stærstu nöfnin á sama kvöldinu á ATP Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. júlí 2015 09:00 "Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Vísir/Getty Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina. ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina.
ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04
ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00
Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31
60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00