Frí 6. júlí 2015 00:00 Hvernig var fríið? spurði ég félaga minn sem kom sér upp kjarnafjölskyldu langt fyrir aldur fram og var nýkominn heim úr pakkaferð frá Spáni. Hann hló tryllingslega áður en hann greip fast í handlegginn á mér og hristi mig duglega. Fríið? Meinarðu helvíti á jörð? svaraði hann skjálfandi röddu milli samanbitinna tanna. Hann var rauður í augunum. Getur ekki hafa verið svo slæmt, hugsaði ég stressuð og lagði svo af stað í frí með manni og barni. Ertu ekki spenntur? spurði ég fjögurra ára son minn á flugvellinum. Mamma, á næsta ári er ég að fara í Lególand með pabba, var svarið við þeirri spurningu. Ókei. Hann er ekki þessi eftirvæntingarfulla týpa, hugsaði ég þá og húrraði honum upp í flugvélina. Af hverju er ekki sjónvarp í þessari flugvél? Af hverju fæ ég ekki barnabox? Hvar er litabókin? Sko. Sonur sæll. Við erum að fljúga með lággjaldaflugfélagi. Sorrí með það. Ferðalagið snerist um að keyra milli gullfallegra staða og gista á þeim í nokkrar nætur í senn. Vatnsrennibrautagarður, gylltar strendur, hafið bláa hafið, frostpinnar. Allur pakkinn. Komdu í Ólafur Darri í Djúpinu-leik með mér, gargaði ég af gleði áður en ég stakk mér til sunds í Miðjarðarhafinu. Hann nennti því ekki. Reyndar ekki búinn að sjá Djúpið. En þegar sonur minn sem hefur alist upp í snjógalla sagðist ekki nenna út á strönd með mér að njóta lífsins enn eina ferðina, þá varð mér hugsað til félaga míns. Börnum er alveg sama hversu langþráð fríið þitt er. Auðvitað. Stundum vilja þau bara vera inni að spila Angry Birds. 11 daga rökræður við börn eru á engan hátt frí og ég væri alveg til í annað sumarfrí þar sem ég læt skjóta mér upp í himinhvolfið í geimskutlu og sofa þar djúpsvefni í viku eða tvær. Enyndislegt var það og ég hlakka til að fara aftur. Krefjandi himnaríki á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Hvernig var fríið? spurði ég félaga minn sem kom sér upp kjarnafjölskyldu langt fyrir aldur fram og var nýkominn heim úr pakkaferð frá Spáni. Hann hló tryllingslega áður en hann greip fast í handlegginn á mér og hristi mig duglega. Fríið? Meinarðu helvíti á jörð? svaraði hann skjálfandi röddu milli samanbitinna tanna. Hann var rauður í augunum. Getur ekki hafa verið svo slæmt, hugsaði ég stressuð og lagði svo af stað í frí með manni og barni. Ertu ekki spenntur? spurði ég fjögurra ára son minn á flugvellinum. Mamma, á næsta ári er ég að fara í Lególand með pabba, var svarið við þeirri spurningu. Ókei. Hann er ekki þessi eftirvæntingarfulla týpa, hugsaði ég þá og húrraði honum upp í flugvélina. Af hverju er ekki sjónvarp í þessari flugvél? Af hverju fæ ég ekki barnabox? Hvar er litabókin? Sko. Sonur sæll. Við erum að fljúga með lággjaldaflugfélagi. Sorrí með það. Ferðalagið snerist um að keyra milli gullfallegra staða og gista á þeim í nokkrar nætur í senn. Vatnsrennibrautagarður, gylltar strendur, hafið bláa hafið, frostpinnar. Allur pakkinn. Komdu í Ólafur Darri í Djúpinu-leik með mér, gargaði ég af gleði áður en ég stakk mér til sunds í Miðjarðarhafinu. Hann nennti því ekki. Reyndar ekki búinn að sjá Djúpið. En þegar sonur minn sem hefur alist upp í snjógalla sagðist ekki nenna út á strönd með mér að njóta lífsins enn eina ferðina, þá varð mér hugsað til félaga míns. Börnum er alveg sama hversu langþráð fríið þitt er. Auðvitað. Stundum vilja þau bara vera inni að spila Angry Birds. 11 daga rökræður við börn eru á engan hátt frí og ég væri alveg til í annað sumarfrí þar sem ég læt skjóta mér upp í himinhvolfið í geimskutlu og sofa þar djúpsvefni í viku eða tvær. Enyndislegt var það og ég hlakka til að fara aftur. Krefjandi himnaríki á jörð.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun