Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira