Hátískan í hávegum höfð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 12:30 Maison Margiela Mynd/Getty Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira