Brennó fyrir fullorðna Birta Björnsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:00 Mest selda bók landsins um þessar mundir er litabók. Fyrir fullorðna. Mér vitandi hafa litabækur þó verið fáanlegar í þriðju hverri verslun á landinu undanfarna áratugi, en það er ekki fyrr en nú þegar komin er á markað litabók ætluð fullorðnum sem litaglaðir landsmenn þora að taka aftur til við þessa eftirlætisiðju margra barna. Og ekki er nú verra að það að lita laufblöð, blóm og munstur getur fært okkur innri ró, svo litabókin er ekki bara fyrir augað, heldur einnig líkama og sál. Og nú er hún uppseld og byrjað að taka við nöfnum á biðlista. Verslanir eru með sérstaka úthringivakt sem mun taka upp símann um leið og glóðvolg eintök af litabókinni góðu koma í hús. Heima bíða svo litaglaðir einstaklingar með glænýja oddmjóa tússliti reidda á loft tilbúnir að fá útrás fyrir sköpunargleðina um leið og fer að ganga á biðlistana.Við hin sem vorum svo forsjál að rjúka til og kaupa bók sitjum nú heima á síðkvöldum og öðlumst stóíska innri ró á meðan Leynigarðurinn bætir á sig blómum. Sem stoltur eigandi litabókar fyrir fullorðna og virkur þátttakandi í hinu nýjasta æði sem þjóðina hefur gripið dettur mér ekki í hug að finna þessu neitt til foráttu. Það er helst svekkelsið sem ég finn fyrir yfir því að hafa ekki sjálf gert mér grein fyrir þessari frumþörf mannsins á undan öðrum. Þá sæti ég heima hjá mér á síðkvöldum og teldi seðla á meðan aðrir íbúar þessa lands reyna að troða börnunum snemma í rúmið til að eiga aflögu smá næði til að lita eins og eina mynd fyrir háttinn. En ekki dugar að leggja árar í bát. Á næsta litakvöldi ætla ég að láta hugann reika og reyna að vera fumkvöðull að næsta hópefli. Útrás fyrir tómstundir barnæskunnar virðast leggjast vel í mannskapinn. Kannski ég reyni að markaðssetja brennó fyrir fullorðna og reyni að fá umboð fyrir brenniboltum sérmerktum 18 ára og eldri hér á landi. Það hlýtur að bjóða upp á útrás og innri frið að hamast í brennó á síðkvöldum með nágrönnunum eftir að búið er að redda barnapössun. Eða kannski verð ég bara heima að lita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Mest selda bók landsins um þessar mundir er litabók. Fyrir fullorðna. Mér vitandi hafa litabækur þó verið fáanlegar í þriðju hverri verslun á landinu undanfarna áratugi, en það er ekki fyrr en nú þegar komin er á markað litabók ætluð fullorðnum sem litaglaðir landsmenn þora að taka aftur til við þessa eftirlætisiðju margra barna. Og ekki er nú verra að það að lita laufblöð, blóm og munstur getur fært okkur innri ró, svo litabókin er ekki bara fyrir augað, heldur einnig líkama og sál. Og nú er hún uppseld og byrjað að taka við nöfnum á biðlista. Verslanir eru með sérstaka úthringivakt sem mun taka upp símann um leið og glóðvolg eintök af litabókinni góðu koma í hús. Heima bíða svo litaglaðir einstaklingar með glænýja oddmjóa tússliti reidda á loft tilbúnir að fá útrás fyrir sköpunargleðina um leið og fer að ganga á biðlistana.Við hin sem vorum svo forsjál að rjúka til og kaupa bók sitjum nú heima á síðkvöldum og öðlumst stóíska innri ró á meðan Leynigarðurinn bætir á sig blómum. Sem stoltur eigandi litabókar fyrir fullorðna og virkur þátttakandi í hinu nýjasta æði sem þjóðina hefur gripið dettur mér ekki í hug að finna þessu neitt til foráttu. Það er helst svekkelsið sem ég finn fyrir yfir því að hafa ekki sjálf gert mér grein fyrir þessari frumþörf mannsins á undan öðrum. Þá sæti ég heima hjá mér á síðkvöldum og teldi seðla á meðan aðrir íbúar þessa lands reyna að troða börnunum snemma í rúmið til að eiga aflögu smá næði til að lita eins og eina mynd fyrir háttinn. En ekki dugar að leggja árar í bát. Á næsta litakvöldi ætla ég að láta hugann reika og reyna að vera fumkvöðull að næsta hópefli. Útrás fyrir tómstundir barnæskunnar virðast leggjast vel í mannskapinn. Kannski ég reyni að markaðssetja brennó fyrir fullorðna og reyni að fá umboð fyrir brenniboltum sérmerktum 18 ára og eldri hér á landi. Það hlýtur að bjóða upp á útrás og innri frið að hamast í brennó á síðkvöldum með nágrönnunum eftir að búið er að redda barnapössun. Eða kannski verð ég bara heima að lita.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun