Telur Secret Solstice geta orðið risastóra 15. júlí 2015 09:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice gæti stækkað mikið að mati The Huffington Post. Vísir/Andri Marinó Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira