Sá fyrir mér rútuferð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 13:00 "Inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér,“ segir Eyþór. Vísir/Haraldur Guðjónsson „Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég er, skal ég segja þér, á leiðinni inn í Hljóðakletta. Var í Skagafirði um helgina og hélt svo áfram norður í Þingeyjarsýslu. Blönduhlíð í Skagafirði er sveitin mín, ég er frá bænum Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir Eyþór Árnason sviðsstjóri glaðlega. Eru allir Skagfirðingar skáld? spyr ég því Eyþór er nýbúinn að gefa út þriðju ljóðabókina sína, Norður. „Já, eigum við ekki að segja það. Þeir eru nú kannski ekki alveg allir hrifnir af ljóðunum mínum, því þau eru órímuð,“ svarar hann hlæjandi. Nýju bókina tileinkar Eyþór foreldrum sínum. „Titillinn Norður vísar til þess að ég átti nokkur sjoppuljóð um gamla og nýja áfangastaði á leiðinni norður í land. Þá fór ég að sjá fyrir mér rútuferð. Olíustöðin og Ferstikla í Hvalfirði fá sitt ljóðið hvor, líka Hreðavatnsskáli, Brú og bæði gamli og nýi Staðarskáli. Meira að segja sjoppan hans Lindemanns í Varmahlíð. En inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér þar til maður er allt í einu staddur í Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykjavík og átti að enda í Skagafirði en ég lauma líka smá inn um Þingeyjarsýslur, enda var móðir mín þaðan.“Eyþór er titlaður leikari í símaskránni. „Ég útskrifaðist sem leikari 1983, setti titilinn í símaskrána og beið eftir frægð og frama, svo hef ég bara ekki nennt að breyta þessu,“ útskýrir Eyþór, sem átti langan feril að baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 þegar hann réð sig í Hörpu við opnun hennar. Fyrri bækur Eyþórs eru Hundgá úr annarri sveit, sem kom út 2009 og hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir og Svo kom ég aftur úr ágústmyrkrinu, en hún kom út 2011. Spurður hvort hann vilji velja ljóð úr nýju bókinni til birtingar afbiður Eyþór sér það. „Ég er alveg búinn að sleppa tökum á þessu efni. Sonur minn segir að Næturljóð sé best – ég hef ekkert vit á þessu.“ Þar með leyfum við skáldinu að halda áfram för og skoða Hljóðakletta.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira