Frumsýning á Baldursbrá Magnús Guðmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:30 Gunnsteinn Ólafsson er annar höfunda Baldursbrár. Visir/Arnþór Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. En að þessu sinni er á ferðinni heilstæð sviðsuppfærsla og er sýningin samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu. Gunnsteinn Ólafsson segir að tónlistin í Baldursbrá byggi að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjörlegum dönsum. „Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrútinn en það reynist þeim þrautin þyngri. Líf Baldursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar?” Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Messíana Tómasdóttir gerir grímur. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. En að þessu sinni er á ferðinni heilstæð sviðsuppfærsla og er sýningin samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu. Gunnsteinn Ólafsson segir að tónlistin í Baldursbrá byggi að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjörlegum dönsum. „Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrútinn en það reynist þeim þrautin þyngri. Líf Baldursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar?” Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Messíana Tómasdóttir gerir grímur.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira