Tengi svona teppi við heimilislíf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 10:00 "Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref,“ segir Þórdís Erla. Vísir/Andri Marinó „Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira