Hættum þessum skrípaleik Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. júlí 2015 07:00 Víxlverkun verðlags og kaupgjalds er hugtak sem dunið hefur á okkur oftar en við kærum okkur um. Verðbólgan, fyrsta sjúkdómseinkenni víxlverkunarinnar, sýkti hagkerfið svo heiftarlega lengi vel að fólk og fyrirtæki vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn vill upplifa þá tíma aftur. Dyggðir eins og ráðdeild og útsjónarsemi snerust upp í andhverfu sína. Sparifé í bönkum rýrnaði dag frá degi á vöxtum sem ekki héldu í við verðhækkanir. Engar áætlanir stóðust. Annaðhvort var að eyða hverri krónu strax í misviturlega neyslu eða festa hana í steinsteypu upp á von og óvon. Nú ómar söngurinn um víxlverkunina á ný undir tónsprota Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra. Á laugardegi um hásumar þegar margir eru á ferð og flugi berst tilkynning frá verðlagsnefnd búvöru um hækkun verðs á mjólkurafurðum, langt umfram kauphækkanir. Nefndin er á ábyrgð ráðherrans. Blekið var ekki þornað undir samningum um kaup og kjör. Framið var myrkraverk á bjartasta tíma ársins. Enn á eftir að semja við stóra hópa. Á opinbera markaðnum ríkir ófriður, sem ekki sér fyrir endann á. Myrkraverk nefndarinnar kemur eins og köld vatnsgusa framan í launafólk og er ógn við þann stöðugleika, sem gæti verið í sjónmáli. Orðspor ríkisstjórnarinnar er í húfi. Gerningurinn magnar skerandi falskan tón í landsföðurlegum hvatningarorðum ráherranna, sem nýta hvert tækifæri til að brýna launafólk til að stilla launakröfum í hóf og raska ekki ró verðbólgudraugsins, sem blessunarlega hefur blundað vært um skeið. Verðlagsnefnd ráðherrans hefur vakið drauginn. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki varaformanns Samtaka verslunar og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust? Það er tækifæri til sátta á vinnumarkaði. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin misseri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fæst meira fyrir launin nú en árið 2006. Líklega er innistæða fyrir kjarabótunum, sem hefur ekki alltaf verið raunin. Í framhaldinu þurfa allir að leggjast á eitt. Eðlileg krafa er að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi. Geri hún það ekki mun hún áfram mæta andbyr. Aldrei hafa verið fleiri tækifæri til að skapa arðbær störf í sveitum. Höfuðborgin annar ekki sívaxandi straumi ferðamanna og það er hrein og bein nauðsyn að ýta undir fjölbreytni og dreifa velkomnum ferðalöngum víðar um landið. Um leið skapast svigrúm til að beina kröftum sveitafólks frá hefðbundnum landbúnaði, sem bindur bændur og búalið í óþarfa fátæktarfjötra. Opinberi stuðningurinn á að losa fjötrana en ekki herða þá. Nóg er af hugmyndum til að vinna úr. Það á að nota tækifærið og leggja niður forneskjulega verðlagsnefnd búvöru og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á – nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi á fínum kontórum í höfuðborginni. Þannig mun mannlíf í sveitum blómgast sem aldrei fyrr. Hættum skrípaleik víxlverkana sem allir vita að leiðir okkur í ógöngur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Víxlverkun verðlags og kaupgjalds er hugtak sem dunið hefur á okkur oftar en við kærum okkur um. Verðbólgan, fyrsta sjúkdómseinkenni víxlverkunarinnar, sýkti hagkerfið svo heiftarlega lengi vel að fólk og fyrirtæki vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn vill upplifa þá tíma aftur. Dyggðir eins og ráðdeild og útsjónarsemi snerust upp í andhverfu sína. Sparifé í bönkum rýrnaði dag frá degi á vöxtum sem ekki héldu í við verðhækkanir. Engar áætlanir stóðust. Annaðhvort var að eyða hverri krónu strax í misviturlega neyslu eða festa hana í steinsteypu upp á von og óvon. Nú ómar söngurinn um víxlverkunina á ný undir tónsprota Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra. Á laugardegi um hásumar þegar margir eru á ferð og flugi berst tilkynning frá verðlagsnefnd búvöru um hækkun verðs á mjólkurafurðum, langt umfram kauphækkanir. Nefndin er á ábyrgð ráðherrans. Blekið var ekki þornað undir samningum um kaup og kjör. Framið var myrkraverk á bjartasta tíma ársins. Enn á eftir að semja við stóra hópa. Á opinbera markaðnum ríkir ófriður, sem ekki sér fyrir endann á. Myrkraverk nefndarinnar kemur eins og köld vatnsgusa framan í launafólk og er ógn við þann stöðugleika, sem gæti verið í sjónmáli. Orðspor ríkisstjórnarinnar er í húfi. Gerningurinn magnar skerandi falskan tón í landsföðurlegum hvatningarorðum ráherranna, sem nýta hvert tækifæri til að brýna launafólk til að stilla launakröfum í hóf og raska ekki ró verðbólgudraugsins, sem blessunarlega hefur blundað vært um skeið. Verðlagsnefnd ráðherrans hefur vakið drauginn. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir olíu á eldinn. Forstjórinn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki varaformanns Samtaka verslunar og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust? Það er tækifæri til sátta á vinnumarkaði. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin misseri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fæst meira fyrir launin nú en árið 2006. Líklega er innistæða fyrir kjarabótunum, sem hefur ekki alltaf verið raunin. Í framhaldinu þurfa allir að leggjast á eitt. Eðlileg krafa er að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi. Geri hún það ekki mun hún áfram mæta andbyr. Aldrei hafa verið fleiri tækifæri til að skapa arðbær störf í sveitum. Höfuðborgin annar ekki sívaxandi straumi ferðamanna og það er hrein og bein nauðsyn að ýta undir fjölbreytni og dreifa velkomnum ferðalöngum víðar um landið. Um leið skapast svigrúm til að beina kröftum sveitafólks frá hefðbundnum landbúnaði, sem bindur bændur og búalið í óþarfa fátæktarfjötra. Opinberi stuðningurinn á að losa fjötrana en ekki herða þá. Nóg er af hugmyndum til að vinna úr. Það á að nota tækifærið og leggja niður forneskjulega verðlagsnefnd búvöru og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á – nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi á fínum kontórum í höfuðborginni. Þannig mun mannlíf í sveitum blómgast sem aldrei fyrr. Hættum skrípaleik víxlverkana sem allir vita að leiðir okkur í ógöngur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun