Læknir sem var þarfur listinni með söfnun sinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 11:15 "Við tökum vel á móti fólki og veitum því leiðsögn,“ segir Erlendur sem hér er að hengja upp mynd í Sveinssafni. Mynd/úr einkasafni „Það er skemmtilegt að setja upp sýningu sem er frá sjónarhóli listunnanda,“ segir Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður sem er að hengja upp málverk í Sveinssafni í Krýsuvík fyrir sýningu sem verður opnuð á morgun. Þau eru úr stórri listaverkagjöf til safnsins frá Knúti Björnssyni lýtalækni sem lést í ágúst í fyrra á 85. aldursári. Flestar myndirnar eru eftir Svein Björnsson, bróður Knúts og föður Erlends. Þar eru olíumálverk í meirihluta en líka vatnslitamynd og klippimynd. Auk þess eru verk eftir aðra listamenn eins og Veturliða Gunnarsson, Valtý Pétursson, Steingrím Sigurðsson og Júlíönu Sveinsdóttur. „Knútur var listinni þarfur,“ segir Erlendur. „Hann keypti fjölda verka og styrkti líka Sveinssafn með margvíslegum hætti. Á heimili hans og í húsi sem hann átti á Stokkseyri voru veggirnir þaktir myndum. Það er nauðsynlegt fyrir myndlistarheiminn að áhorfendur séu næmir.“ Sjálfur gerði Knútur rýjateppi. „Hann var náttúrlega í því að sauma saman fólk og var flinkur með nálina,“ segir Erlendur. „Það þýðir ekki að vera lýtalæknir og hafa ekki fagurfræðilega tilfinningu,“ sagði hann eitt sinn við mig.“ Erlendur vonar að sýningin veki athygli fólks á að láta aðstandendur Sveinssafns vita ef það á myndir í fórum sínum eftir Svein Björnsson, því safnið þurfi að eiga skrá yfir þær, hvar sem þær séu niðurkomnar. Sveinshús er blátt að lit. Það stendur við Geststaðavatn, upp af Grænavatni í Krýsuvík. „Húsið er að mestu eins og Sveinn skildi við það, nema hvað við höfum útbúið tvö lítil galleríherbergi á fyrstu hæðinni þar sem svona smásýningar njóta sín. Þetta er náttúrlega ekki stórt pláss en við tökum vel á móti fólki og veitum því leiðsögn,“ segir Erlendur. Sveinshús er opið á morgun, sunnudag, milli klukkan 13 og og 17.30 en formleg opnun sýningarinnar Knútur bróðir er klukkan 15. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Það er skemmtilegt að setja upp sýningu sem er frá sjónarhóli listunnanda,“ segir Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður sem er að hengja upp málverk í Sveinssafni í Krýsuvík fyrir sýningu sem verður opnuð á morgun. Þau eru úr stórri listaverkagjöf til safnsins frá Knúti Björnssyni lýtalækni sem lést í ágúst í fyrra á 85. aldursári. Flestar myndirnar eru eftir Svein Björnsson, bróður Knúts og föður Erlends. Þar eru olíumálverk í meirihluta en líka vatnslitamynd og klippimynd. Auk þess eru verk eftir aðra listamenn eins og Veturliða Gunnarsson, Valtý Pétursson, Steingrím Sigurðsson og Júlíönu Sveinsdóttur. „Knútur var listinni þarfur,“ segir Erlendur. „Hann keypti fjölda verka og styrkti líka Sveinssafn með margvíslegum hætti. Á heimili hans og í húsi sem hann átti á Stokkseyri voru veggirnir þaktir myndum. Það er nauðsynlegt fyrir myndlistarheiminn að áhorfendur séu næmir.“ Sjálfur gerði Knútur rýjateppi. „Hann var náttúrlega í því að sauma saman fólk og var flinkur með nálina,“ segir Erlendur. „Það þýðir ekki að vera lýtalæknir og hafa ekki fagurfræðilega tilfinningu,“ sagði hann eitt sinn við mig.“ Erlendur vonar að sýningin veki athygli fólks á að láta aðstandendur Sveinssafns vita ef það á myndir í fórum sínum eftir Svein Björnsson, því safnið þurfi að eiga skrá yfir þær, hvar sem þær séu niðurkomnar. Sveinshús er blátt að lit. Það stendur við Geststaðavatn, upp af Grænavatni í Krýsuvík. „Húsið er að mestu eins og Sveinn skildi við það, nema hvað við höfum útbúið tvö lítil galleríherbergi á fyrstu hæðinni þar sem svona smásýningar njóta sín. Þetta er náttúrlega ekki stórt pláss en við tökum vel á móti fólki og veitum því leiðsögn,“ segir Erlendur. Sveinshús er opið á morgun, sunnudag, milli klukkan 13 og og 17.30 en formleg opnun sýningarinnar Knútur bróðir er klukkan 15. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira