Þurfa að halda einbeitingunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 06:00 Strákarnir léku vel á fyrsta hring í Slóvakíu Vísir/GSÍmyndir.net Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslensku kylfingarnir fóru flestir vel af stað í gær á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur er ásamt þremur öðrum kylfingum efstur á átta höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið seinni níu holur vallarins á sjö höggum undir pari en hann fékk tvo erni á hringnum. Þá er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili höggi á eftir Guðmundi í tuttugasta sæti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var sáttur við spilamennskuna í dag en hann er með strákunum í Slóvakíu til stuðnings. „Þetta var frábær byrjun og frábær spilamennska hjá flestum af strákunum í dag. Völlurinn er krefjandi, hann gefur og tekur en strákarnir leystu það vel í dag. Það er gott fyrir sjálfstraust þeirra að spila gegn þessum bestu áhugamannakylfingum,“ sagði Úlfar sem sagðist ætla að halda sínum mönnum á jörðinni. „Þeir þurfa að halda rétt á spöðunum og halda einbeitingunni. Völlurinn getur auðveldlega refsað ef kylfingar missa einbeitinguna.“ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson hófu einnig leik í gær en náðu sér ekki á strik og þurfa þeir að vinna upp þó nokkur högg ætli þeir sér að komast í gegn um sextíu manna niðurskurðinn eftir morgundaginn.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira